Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 4
76 SKINFAXI 6 j ö f. Það er sagt, að umhverfið skapi mann- inn og sé svo, er það þá fjarri að geta þess til, að samband hafi verið milli and- legrar afturfarar íslensku þjóðarinnar, og fegurðarhnignunar landsins sjálfs, þegar Iivert tréð, hver skógurinn af öðrum fellur, svo hver sveitin á fætur annari stendur nakin eftir, en sandar og auðnir ná meir og meir undir sig völdunum. Og ef svo hefir verið, er þá ekki Hfs- von í því, að nú fjölgar þeim óðum, sem hlúa vilja að leifunum sem enn eru, og endurgræða skóg í landinu. Ungmenna- iélagar og margir aðrir munu stuðla að því, að klæða landið aftur skógi. Fyrir því er eftirfarandi gjafabréf stór- tíðindi öllum skógræktarvinum: „Mér hefir þótt vœnt um pá frétt, að Vngmennafélögin vildu leggja stund á skógrœkt til þess, að reyna að bceta landinu upp það, sem harð- œri og hugsunarleysi landsbúa hafa liðnar aldir afklcett landið. Sú hugsun er fögur, að vilja klœða landið aftur, pótt ekki sé meir en á smáblettum fyrst í stað. Þeir blettir, þótt smáir séu, geta verið öðrum til uppörfunar og eftirbreytni. Þessa hugsun vil eg styðja, og hefi því keypt dálitla landspildu úr Önd- verðarneslorfunni í Árnessýslu, sem eg með bréfi pessu gef og afsala Ung- mennafélagi íslands til fullrar eign- ar og afnota, með öllum þeim rétt• indum sem eg hefi eignast, nefnt land- svœði. Sem er að stcerð 140'/2 vall- ardagslátta, og álitið hentugt til skóg- rcektar. Eignarskjöl fytgja hér með er sýna landamerki og stcerð. óska eg svo hinum nýju eigendum til hamingju, að þeim með ástundun heppnist að ktceða pessa landspildui grcent skrúð, sér sjálfum til áncegju og öðrum lil fyrirmyndar. Hina afhentu tandspildu má Vng- mennafélagið ekki selja né veðsetja. En skyldi mót von minni fara svo, að félagið upphefjist, eða þreytist á að rcekta blettinn, áskil eg að hann gangi til Landssjóðs Islands og verði hans eign til skógrœktar. Beykjavik 18. október 1911. Tryggvi Gunnarsson.u Land þetta, er Tryggvi Gunnarssom hefir gefið Ungmennafélögum íslandsr er, eftir lýsingu landmælendanna að dæmar TRYGGVI GUNNARSSON F. 18. OKT. 1815. einkar vel fallið til skóggræðslu, lukt vötn- um á tvo vegu, Soginu að vestan og Álta- vatni að norðan, er því ekki um girðingu að ræða nema á austurhlið þess, frá Sogs- hrúnni upp að Alftavatni, en sú lína er 732 faðma löng. Landið sjálft er allnijög mishæðótt, al- gróið lágum skógi og blómgresi, í því miðju eru tvö falleg reyniviðartré, enda er stað- urinn fegursti hluti Grímsneshrepps liggur það syðst í vesturhluta hans. En hvernig geta Ungmennafélögin unnið þetta land fyrir skóggróðurinn ?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.