Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 2
74 SKINFAXI heíir svo öldum skiftir leikið sér að því að hrjá og hrekja, beygja og brjóta íslenska kynstofninn. Loksins komu betri timar. Allir Islend- ingar fundu kvölina, niðurlæginguna og sársaukann. Sumir skildu líka af hverju meinið stafaði, og hafa síðan nnnið að að bæta það. Ungmennafelagar eru í þeim hóp. Því hvað eru félögin annað en neyð- aróp gáfaðrar en þjáðrar alþýðu, hróp að nú hafi verið beðið nógu lengi; nógu margar aldir, árangurslaust, vonandi eftir hjálp frá öðrum; yfirlýsing um að nú vilji hún hjálpa sér sjálf, og skeyti engu um böl- bænir og spott þairra sem byggja upphefð sína á niðurlæging hennar? Hvað gerum við þá? Eigum við að steypa okkur í vafasöm stórfyrirtæki. Eig- um við að útbreiða tjárglæfra- og kjötkatla- pólitík? Nei, síst af öllu. Starfsvið okk- ar er langt frá vígvelli svefngöngumann- anna; við eigum heima alstaðar J^ar sem „lítið lautarblóm — langar til að gróa“, alstaðar þar sem Islendingur berst við að auka sér manndóm og þroska. Því við vitum að Jiað er satt sem Goethe sagði; „Þar sem góður maður gengur, þar er vígður staður.“ Við vitum vel að náttúran og viðburðir liðinna alda hafa krept okkur, og beygt okkur. Við vitum að þó efniviðurinn og uppistaðan i þjóð okkar sé góð enn, þá er ívaf nútíðarmenningar okkar ekki að sama skapi vandað. Við vitum að við- fangsefnið er þar, að við eigum fyrst að berjast við sjálfa okkur, ekki innbyrðis hvor við annan, eins og oftast sést, heldur hver við eiginn veikleika, og erfða- og ávana- galla sina. H var er þá hjálp okkar ? I reynslunni. Athugum þá þætti þjóðlífsins íslenska, sem eru góðir og sterkir, athugum hvernig og hversvegna þeir urðu svona. Bætum þá við reynsiu annara þjóða, það sem bestu menn þeirra hafa fundið að eflir og full- komnar manninn. Bræðum það besta úr reynslu sjálfra okkar og annara í deiglu ósjúkrar dómgreindar, og þá finnum við hvar liggur vegur Ungmennafélaganna. En við erum dreifðir; há fjöll, miklar vegalengdir og breiðar ár skilja okkur að. Aðeins einn kemur til okkar allra. Það er Skinfaxi. Hann er tunga okkar og boðberi. Ilann flytur út um alla dali og allar strendur, það sem við hugsum og áformum, sjálfum okkur og þjóðinni til gagns og heilla. Jónas Jónsson. Helgi Valtýsson. Hann var kosinn sambandsstjóri 1908r í stað Jóhannesar Jósefssonar, sem þá var erlendis. Áður hafði Helgi verið formað- ur Ungmennafélags Reykjavikur, var einn af stofnendum þess. Á stjórnarárum Helga hefir sambandið færst allmikið i aukana, enda hafa mörg nýt félög risið upp á þvi tímabili, en nokk- urn þátt á Helgi í því beinlínis, t. d. með ferðalögum til Ungmennafélaga. Ætlunin var ekki sú, að gefa hér neitt yfirlit yfir starf Helga i þarfir Ungmenna- félaganna, en þó get eg ekki gengið fram hjá þrennu í línum þessum, er félögin eiga Helga sérstaklega að þakka, en það er Skinfaxi, skíðahvatningin og skógrækt- arvakningin. Skinfaxi væri líklega ekki til, ef Helga hefði ekki notið við, og alt sem hann hefir fyrir hann unnið, hefir hann gert endur- gjaldslaust. Fyrstur manna hefir Helgi hvatt landa sina til skiðafara, bæði í ræðu og riti, og þó enn sjái þess lítil merki, fer þó von- andi ekki hjá því, að af þeim hvötum verði góður árangur áður langt líður. Og þó sumum hafi komið skógræktar- áhugi annarsstaðar að, en frá Helga, þá er enginn vafi á því að öllu drengilegar hefir enginn hvatt til skógræktar en hannr

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.