Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1911, Side 3

Skinfaxi - 01.12.1911, Side 3
SKINFAXI 91 ■þeir ómentuðu, og leyfarnar metnar til mentunargildis eftir áratölu hvers eins i skólanuni. En alstaðar kemur fram glögg hneigð, til að telja í tlokki þeirra útvöldu sjálfan sig fyrst og þá alla, sem hærra eru settir, en soramarka hina undir mark hálf- mentunarinnar. Þá er dómur samtíðarinnar svona: Menl- tin er góð, mentun er æskileg, naentun fá menn í skólum og því meiri, sem menn hafa þar lengur verið. Reynum nú að prófa þessa kenningu, berum hana saman við veruleikann. Til að gera ekki almannarómnum rangt til, vil eg velja mann, sem enginn vafi getui á leikið, að kallaður er mentaður. Eg vel þá sem prófstein, fyrverandi Islandsráðherra -og dómsmálaráðherra í Danmörku, eg vel Alberti, sem ílestir menn munu vel við kannast. Svo má heita, að öll rök leiði til, að Al- iberti væri mentaður. Hann var fæddur með vel siðaðri þjóð, hann gekk mörg ár í skóla, hann kunni nokkuð í mftrgum mál- um, dauðum og lífandi, hann var það sem sr. Stefán mundi kalla „vísindalega ment- aður lftgfræðingur". Hann var hátt á strái með þjóð sinni, handgenginn föður þjóðarinnar, vörður réttlætis og siðgæðis í landinu, skreyttur tignarmerkjum, ótal- .mörgum, innanlendum og útlendum. En svo kom það upp úr kafinu einu sinni, að þessi mikli maður var hræðileg- ur bófi. Haun sem átti að gæta réttlæti- sins í landinu, var mesti þjófur landsins, niesti svikari og falsari, sem nokkurn tíma hafði í landinu verið. A fáum árum hafði hann stolið úr sjálfs síns hendi meira en hálft ísland er vert. Og stolið því frá sparsamri og heiðarlegri stétt, sem trúði honum fyrir ellitrygging sinni, dreginni saman með súrum sveita. Framh. Ungmennafélögin, stjómmálaflokkamir og fáninn. Ungmennafélög eru nú um alt Island. Þau eru nálega i öllum hinum þéttbyggð- ari sveitum. Og þeim fjölgar með ári hverju. Allmörg þeirra hafa þegar mynd- að samband með sér, og vonin er, að þau muni öll innan skamms sameinast. Það er þvi verulega áríðandi, að þau fari ekki inn á neina glapstigu. Einn allra hættulegasti glapstigurinn, sem félögin geta lent á, er sá ef þau lenda i pólitisku flokkadeilunni, sem nú er orð- in svo rik með þjóðinni. Eg fæ ekki bet- ur séð, en að félögin færu alveg út um þúfur, ef þau lenlu i því moldviðri. Þau myndu þá bæði fyrirgera einingunni inná- við, og virðingunni og samúðinni útávið. Eg vil þess vegna reyna að gera grein fyrir þvi, hver afstaða Ungmennafélaganna á að vera til stjórnmálaflökkanna, bæði vegna þess, að þar er hættan opin og lika vegna þess, að fram hefir komið misskiln- ingur um það, sérstaklega hér i Reykjavík. Misskilningur þessi er að sumu leyti ekki óeðlilegur, vegna þess að Ungmenna- félögin eru fyrst og fremst þjóðleg félög, þá hljóta ]>au að hafa fyrir auguni alt það, sem verða má landi og þjóð til hags og þrifa. Fyrir því er það sameiginleg hugsjón allra Ungmennafélaga — sem og auðvitað allra Islendinga — að verða ein- hvern tíma algerlega sjálfstæð þjóð. En af þessu leiðir ekki, að Ungmenna- félögin þurfi að slást í för með einhverj- um vissum stjórnmálaflokki. Einstakir fé- lagar geta gert það, en félögin, sem heild, gera það ekki. Eg lit svo á, að þetta markmið, að Islendingar verði einhvern tíma sjálfstæð þjóð, sé sanieiginlegt með öllum sljórnmálaflokkum, það eitt skilur með þeim, hverjar leiðir á að fara. Þetta sameiginlega markmið eiga Ungmennafé- lögin með flokkunum. Um þetta eru þau

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.