Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 5
SKINFAXI
93
á félagsgjöldum, þá ynnu ]>au nie8 því
stórmikið gagn.
Og að auka skilvísi ungra manna ætti
aS vera sameiginlegt áhugamál allra Ung-
mennafélaga.
En þetta tvent, að auka skilvísina og
efla hag félaganna, sameinum við með því,
að ganga ríkt eftir félagsgjöldunum i'hvert
sinn er þau falla í gjalddaga, hjá öllum
sem geta borgað, en ekki nema sjálfsagt
að gefa hinum, sem fátækir eru. Er því
nauðsynlegt, að hafa duglegan og sam-
viskusaman fjárheimtumann. Kvittun ætti
að gefa i hvert sinn sem goldið er.
Þá er bókfærslan. Hún þarf að vera
glögg og óbrotin.
Fyrst ætti að hafa bók með nöfnum
allra félagsmanna, þar sem hver hetði sinn
reikning, og eru í hanafærðar undir,, gjöld“,
félagsgjöldin jafnóðum og þau falla í gjald-
daga, en undir „tekjur“ það sem borgað
er. Nafnaregistur ætti að hafa í bókinni.
Annað er sjódsbók, þar sem á aðra síð-
una eru færðar allar tekjur, en á hina öll
gjöld. Én mismunurinn sýnir hag félags-
sjóðs, í hvert sinn sem saman er talið
hvort um sig.
Þriðja bókin er yfirlitsbók, svo séð verði
af henni, hvaðan fé er fengið, og hvað af
því verður. Gjöld og tekjur eru færðar
í þennan reikning jafnóðnm ; öll stærri félög
ættu mánaðarlega að láta lesa hann
á fundum sínum, en minni félögum
nægði að gera það ársfjórðungslega. Grein
þessari fylgir sýnishorn af yfirlitsreikningi.
— Eyðublöð undir hann fást hjá fjórð-
ungsstjórnum (100 saman) upp úr nýjári,
eða jafnvel fyr.
Auk aðalreikningsins, sem um áramót
er samin upp úr yfirlitsreikningi og félags-
gjaldabókinni, að því er kemur til útistand-
andi skulda, ættu svo öll félög að semja
eignareikning, þar sem alt, er talið stórt
og smátt, sem félagið á.
Þegar alt er þannig í góðri reglu um
fjárhag félaganna, þá kemur hitt miklu
fremur af sjálfu sér, að verja fénu vilnr-
tega. Q M