Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1912, Side 6

Skinfaxi - 01.01.1912, Side 6
c, SKINFAXI ],á getur þú ekki lesið liilt — að það sem ]dú missir í dag, getur þú ekki fengið á morgun? Viltu fara og hjala við heimsk- ingjana, ef þú átt kost á að tala við kon- unga og drotningar? Eða viltu setjast á bekk með lítilsigldum auðnuleysingjum og berja á dyr, þar sem einkis er að vænta, en gæta þess ekki, að þér stendur ætíð opin höll hinna eilífu stórmenna, þeirra útvöldu, þeirra voldugu anda frá öllum löndum og öllum öldum. Þar ert þú vel- kominn þegar þú vilt. Þar máttu gerast hirðmaður og liafa tign og metorð svo sem þér leikur hugur á. Og ef þú ert einusinni sestur um kyrt í þeirri miklu höll, verður þér aldrei meinað rúm þar, nema þér sé sjálfum um að kenna. Og eftir þvi sem þú ert vinavandur i höll þeirra dauðu, eftir því sem þú metur þig þar, num þér vísað til sætis á landi lif- andi manna, meðal stórmenna samtiðar þinnar. En þessi sess, sem þú óskar eftir — sá sess sem þú býr þig undir að fá — er í einu ólíkur tyllisætum lifandi höfð- ingja: að hann er einungis opinn og auður þeim, sem vinna vel og drengilega, þeim sem verÖskulda þar að vera. Enginn auður getur mútað, ekkert nafn ógnað, engin kænska blekt öruggan varðmann Odáins-hliða anda og snildar. Þar má ekkert óhreint né ógöfugt inn ganga. Því yfir dyrum hallarinnar eru rúnurn ristarþess- ar stuttu setningar: „Verðskuldar þú inngöngu ? Viltu verða sessunautur göfug- nienna? Vertu göfugur, og ósk þín skal rætast. Þráir þú samræður við vitra menn? Lærðu að skilja og meta visku og þér mun þetta veitt verða“. „Enerekki innganga leyfð með öðrum greiðari kjör- um?“ „Nei, víst ekki. Ef þú megnar ekki að hefja þig upp til okkar, þá viljum við ekki beygja okkur niður til þín. Vera má, að lifandi stórmenni veittu þér betri svör, vera má að lifandi spekingar útskýrðu visku sína fyrir þér, gerði hugsun sína þér létta og Ijósa. En við munum hvorki líta til hægri né vinstri, hvorki hræsna kurteisi, né veita útskýringar. Þú verður að hefja þig upp í okkar hugarheima, skilja okkur, finna til eins og við fundum til, ef andans auðlegð okkar á að hressa þig og styrkja“. Þetla er þá það sem þú verður að gera, og það er töluvert, ég játa það. 1 einu orði sagt: Þú verður að unna þessum mönnum, ef þú átt að vera með þeim. Þú verður að unna þeim og sýna það á tvo vegu: 1) Fyrst verðurðu að vilja, að þeir kenni þér, verður að vilja komast inn í hugs- anir þeirra. En gæt þess, að þú átt ekki þar að koma til að finna þínar liugsanir í orðum þeirra. Ef sá maður, sem ritaði bók þá, er þú les, er ekki vitrari en þú, þá þarftu ekki að lesa hana. En ef hann er vitrari, mun hann í mörgu hugsa ööruvísi þér. 2) Við segjum oft um bækur: „En hvað þetta er gott! Einmitt það sem ég hugsaði sjálfur!“ En sú rétta hugsun er: „Þetta er þó undarlegt! mér hefir aldrei dottið ],etta atriði í Img, og þó sé ég, að það er satt“. En umfram alt: farðu til höfundarins til að fá að vita álit hans, en ekki til aö heyra berg- mál skoðana ],inna. Og vertu öruggur um, að ef höfundurinn er til einhvers nýtur, þá skilur þú ekki insta eðli hugs- unar hans, fyr en eftir mikla áreynslu og mikla raun. Það er undarlegt, en samt satt, að spakir menn fela ávalt vandlega kjarna hugsana sinna. Þeir vilja ekki láta viskuna vera eins og ölmusu, heldur rétt og slétt laun fyrir unna þraut. — — Atliugasemd þýð. Orð Ruskins eiga sannarlega erindi til okkar Islendinga, þvi að fáir menn hafa syndgað jafn herfilega í þessu efni. Við erum lestrarfús þjóð, en ekki að sama skapi góðir að velja andlega fæðu. Fyrir fáum árum var orðið alsiða, að óhlut-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.