Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1912, Side 7

Skinfaxi - 01.01.1912, Side 7
SKINFAXI 7 vandir menn höföu skræðu-útgáfu að fé- ])úfu. Þá var siðurinn sá að taka í heim- ildarleysi útlent skáldsögurusl, snúa ])ví á hrognamál, láta prenta pésana á ódýran pappír og fá svo flækinga og landshorna- menni til að bera ])á og selja út um allar sveitir. Fer ])á sem oftar, að sá ber mest úr býtum um skeið, sem verst hefir meðulin. Manntetur þessi létu stundum skruddurnar í gistingarlaun; stundum létu menn tilleið- ast fyrir þrábeiðni þeiira að kaupa ruslið luiu verði. En þar sem féleysi þrengdi að flestum, svo að litlu mátti í bækur eyða, ])á fór svo víða að sorp-bækur þessar fyltu hillur manna nær eingöngu bæði á heiniilum og í lestrarfélögum og höfðu margir menn lítið annað til lestrar um nokkur ár. Fór þá sem oftar, að vaninn er máttugur og vöndust menn víða á að hafa nautn af þessum auðmelta þvættingi, og það því fremur sem ýrnsir skrumarar gerðust til að lofa, og útbreiða ósómann. Þannig er þjóðfrægt orðið, að „lýðháskóla- stjóri" nokkur íslenskur har saman i alvöru Kapitólu og Njálu. Avextirnir eru nú að koma í ljós. Hér í Rvík er ágætur lestrarsalur og mest bóka- safn í landinu. Eru í þvi safni feikn góðra bókum, sem allir bæarmenn eiga aðgang að. En svo segja bókaverðirnir, að mörg séu þau kvöld, þegar þeir geri lítið annað en bera fram á lestrarsalinn eldbússkræðurnar vesturheimsku. Svona gengur nú í lestrarsal böfuðstaðar- ins, Bak við þann vegg eru geymdar vitrustu hugsanir heimsins bestu manna. Þar eru konungar andans reiðubúnir að veita lestrarfúsum gestum áheyrn. En menn vilja ekki við þá tala, en þyrpast um að setjast að fótum afglapanna, sem bera fram aleigu sína, beimskuna og spill- inguna, á saurugum skutlum. Ef svo verður haldið fram stefnunni, gæti vel svo farið, að innan skams yrði ógjörningur að fá gefnar út á íslensku góðar, sannar bækur. Ekkert yrði keypt og lesið nema þessi amerisku Njálu-ígildi. Hér geta Ihiguiennafélögin lilaupið undir baggann. Þegar landshornamenn- irnir koma með skræðurnar sinar fyrir einhvern fjárglæframann, sem ætlar að koma fjárhag sínum i lag með því að svíkja út í alþýðu þennan lélega varning, })á væri vel, ef sem ílestir Ungmennafé- lagar vildu vera á verði og reyna með ])eim ráðum, sem þeim kynnu að bug- kvæmast best að sjá um að loddarar þessir bættu að gera sér að féþúfu hrekklausa trúgirni lestrarfúsra manna. Vitanlega er þetta ekki sagt til þess að vinna persónulega á móti einstökum auðnu- leysingjum, sem bafa séð sér leik á borði að græða fé á þennan liátt. Þeir mega græða og liggja á gull- og seðlahrúgum dag og nótt, ef þeir aðeins vilja safna þessum hverfula jarðarleir án þess að skaða þjóð sína alt of tilfinnanlega. En lög í öllum löndum leyfa nauðvörn, leyfa friðsömum ferðamönnum að veila álvarlega ráðningu ágjörnum hrak- mennum, sem ráðast á þá og virða þannig að vettugi guðs og manna lög. Og enginn getur með réttu áfelt heila þjóð, þótt hún reki af höndum sér með tilhlýðilegum meðulum, þá menn sem i eigingjörnum tilgangi, og móii betri vitund, gera sitt ítrasta til að spilla siðum, smekk og máli varnarlausra landa sinna. J. J. Þegnskylduvinnan. Eg las í blöðunum í sumar, að sam- bandsþing Ungmennafélaga, befði samþykt að leita álits allra Ungmennafélaga á land- inu um þegnskylduvinnuna; mér þykir vænt um þessa samþykt, því ég vona, að þegnskylduvinnan verði nú vel athuguð, og innan skams heppilega til lykta ráðið. Það dylst víst fáum, að það hefir ekki lít- ið að segja fyrir okkur, að þegnskylduvinn- an komist á, og allir þeir sem unna fóst- urjörð okkar ættu að stuðla að því eftir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.