Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 1
S&lxvjaxl 3. BLAÐ REYKJAVÍK, MARZ 1912. m. ÁR Um sund. Eigum við að útbreiða sund ? Vissulega, iþví að varla er í neinu landi meiri þörf á -að iðka þá íþrótt en hér, og þó erum við ]aar allra þjóða eftirbátar. Mikill fjöldi Is- Oendinga rekur atvinnu á hafinu; aðrir flytja nauðsynjar sínar eftir flóum og fjörð- um. Og á sjálfu þurlendinu má varla ■snúa sér við, svo að ekki þurfi yfir ár, ■miklar, breytilegar og hættulegar, þar sem •örlítil atvik: steinn í botni, sem hesturinn fellur um, flóð í ármynninu, sem dýpkar -vaðið fáeinar klukkustundir, getur hæglega “valdið slysi. Og því miður meir en getur. Á hverju ári drukkna tugir manna í sjó og vötnum og oft hefði slysið ekki komið fyrir, ef sundíþróttin væri útbreiddari. Og svona ihefir gengið í margar aldir, en þó hefir þjóðin setið auðum höndum og aðgerðu- ílaus, haldið áfram að vera varbúin, þar sem hún gat verið nógu sterk, haldið á- fram að láta náttúruna heimta árlega voða- ilegar mannfórnir, hér í mannfáa landinu. Þörfin til að forða fjörinu slysum og 'bráðum dauða ætti ein saman að knýja alla íslendinga til að vera sundmenn. En þar við bætist þó önnur þörf, ekki einungis að lifa, heldur að lifa vel og hreinlega eins og siðaðri pjóð sæmir. Við íslendingar erum af sumum kallaðir gáfuð þjóð, þó við breytum oft heimskulega. Við erum af öðrum nefnd góð þjóð, þó við hegð- ■um okkur oft illa. En enginn lifandi maður, hvorki innlendur né útlendur, hefði nú í margar aldir getað kallað okkur hrein- láta þjóð. En það að spara sápu og loft og Ijós, er einhver sú dýrasta spar- semi, sein til er. Því fer þannig hér á landi, að þó vatnið í ám og höfum svifti margan góðan dreng lífi, þá er þó vatnsleysið á landi enn grimm- ara. Það hafir hjálpað rakanum, sólar- og loftleysinu til að beygja og þjaka þjóðina, það veldur miklu af veikluninni, sjúkdómun- um og skammlífinu i landinu. Það kvelurtil bana ungviðin, sem gætu átt löngum aldri að fagna í betri kringumstæðum. Hreinlátt fólk í menningarlöndunum þvær allan líkamann einu sinni á dag til að viðhalda heilsunni. Hjá okkur þarf ekki að lýsa ástæðunum í þessu efni. Allir þekkja þær, því miður. En má ekki breyta þessu ? Jú vitanlega, með því að gera hvern einasta mann i landinu vel syndan. Þá mundu færri slys- in, færri sjúkdómarnir, þá mundi hrein- Iæti aukast, þá mundi lífið lengjast. Þykir mönnum ekki ómaksins vert að vinna að því ? Og sú var tíðin að ekki þurfti að brýna sundnám fyrir Islendingum; þá, á gull- öldinni, var þjóðin á þvi þroskastigi, að hún gat ekki látið vera með að nema alt það, sem efldi lífið og heilsuna í landinu. Og lítum við kringum okkur til annara þjóða, þá er athafnaleysi okkar jafn víta- vert. Allar grannþjóðir okkar telja sund beinlínis nauðsynlegt hverjum manni og láta kenna það á þjóðarkostnað eins og lestur og skrift. Þó þarf þar víða rnikinn kostnað við: mikil hús, vatn og hitaleiðslu. En hér á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.