Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 6
SKINFAXI lenskar plöntur eiga alltaf að ganga fyrir útlendum. Með islenskum plöntum á ég við fyrst og fremst fræplöntur af björk og reyni, sem víða má fá í nálægum skógar- leifum, og svo plöntur, sem eru aldar upp í íslenskum gróðrarstöðum. Að vísu get- ur heppnast vel að fá plöntur beina leið frá útlöndum, en það er bæði dýrara og ótryggara en hin aðferðin. En til að byrja rneð mega Ungmennafélögin ekki eyða fé og tíma í óvissar tilraunir, heldur reyna að byggja störf sín á tryggum grundvelli. Skóggræðslustöðvar landssjóðs eiga að hafa veg og vanda af tilraunum i þá átt að flytja inn útlendar trjátegundir og reyna þær, en jafnskjótt og þær sýnast líklegar til þrifa, þurfa Ungmennafélög og einstakir menn að fá þær til meiri reynslu. Skógræktinni hér á landi er þann veg háttað,að hún getur ekki haft verulega þýðingu, nema alþýða manna leggi kapp á hana. Ef góð samvinna er niilli þeirra manna, sem af stjórnarinnar hendi vinna að skógræktinni, og annara skógræktar manna, getur það fé, sem veitt er úr Iands- sjóði til þessa máls, orðið að fullum not- um, en annars ekki. Ungmennafélögin verða að styðja, að þessari samvinnu eftir mætti. Brúnum undir Eyjatjöllum í Jan. 1912. Sigurður Vigfússon. (þróttamótið 1911. Ætlunin er ekki sú, að fara að lýsa því hér eins og það var, enda hafa önnur blöð sagt all-ítarlega frá, hvernig þar fóru leikar. En nú hefir forstöðunefndin lokið störf- um sínum og afhent sambandsstjóra glögga skilagrein með öllum fylgiskjölum, reikn- ingum og sanmingum, sem mótinu tilheyrðu. Alls urðu tekjurnar kr. 1552,41 en gjöld- in 1642,63, og er þá tekjuhallinn kr. 90,22, sem þegar hafa verið goldnar úr sambands- sjóði. — Stærstu útgjaldaliðirnir voru: áhöld til skreytingar (150 kr.), prentun og auglýsingar (353), verðlaunagripir (287), hljóðfærasláttur og skemtunarkostnaður (198), vinna við íþróttavöllinn, dyragæsla og aðgöngumiðasala (294) og leiga af vell- inum, 20°/0 af innkomnu fé, (222,84). En nú er þess að gæta, að upp í þennan halla skilar nefndin ýmsum íþróttatækjum og áhöldum, sem nema kr. 117,11, svoað óbeinlínis hefir hallinn enginn orðið. Þetta mun hafa verið fyrsta allsherjar iþróttamót, sem haldið hefir verið með ís- lendingum, og fylgdi því vandi eigi allít- ill, að sjá um, að það færi vel úr hendi, og þó að smámisfellur væru á, mun með sanni mega segja, að nefndin hafi leyst verk sitt vel af hendi, einkum þegar þess er gætt, að alt urðu nefndarmenn, sem all- ir höfðu föstum störtum að gegna, að gera í hjáverkum. Til dæmis um rausnarbrag og hugulsemi nefndarmanna má geta þess, að þeir létu gera sérstaka verðlaunapeninga með mynd Jóns Sigurðssonar, enda hófst mótið á ald- arafmæli hans. — Er þetta í fyrsta sinn, að Islendingsmynd hefir verið mótuð á mynt. Nefndarmenn voru þeir Björn Jakobsson formaður, Þorkell Þ. Clementz ritari, Sig- urjón Pétursson gjaldkeri, Helgi Valtýsson varaformaður og Guðm. Sigurjónsson, og eiga þeir allir í sameiningu þann heiður. að hafa leyst af hendi einna umsvifamesta fyrirtæki SambandsUngmennafélaganna, og það með þeim hætti, að félögunum varð sómi að. Það leynir sér ekki, að þetta fyrsta íþrótta- mót hefir orðið að notum, — orðið til þess að hnika um skref skilningi og áhuga á íþróttum, og má það vel líka, og ætti enda að hvetja til þess, að Ungmennafélögin beittu sér aftur fyrir álíka kappleikum að þriggja ára fresti. — Það mál mun vrrða eitt af þeim, sem fjórðungsþingin næstu taka ákvörðun um. G. M.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.