Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 8
24 SKINFAXI tninna vœri í húfi ]>ó heil hverfi brynnu fyrir getuleysi að verjast voðanum. Neitun þessi kvað hafa verið studd með ])ví, að ýms blöð, þar á meðal Skinfaxi, hefðu gefið i skyn, að Sigurjón færi utan til að framast í íþróttum. Það er að visu satt, að ritstjóri Skinfaxa hélt eins og aðr- ir menn, óvitlausir, sem þekkja Sigurjón, að hann mundi nota þetta tækifæri eins og önnur til að æfa sig og tullkomna, að honum mundi meira að segja með öllu ómögulegt að láta slíkan möguleika ónot- aðan. En liggur í því nokkur aðdróttun um, að maðurinn muni svíkjast um að inna af hendi þau verk, sem hann snýst að og fær styrk til ? Víst ekki. Sú gáfu- lega og góðgjarna tilgáta á ekkert skylt við Skinfaxa og fæddisl fyrst í heila háttv. bæjarsljórnarmanna. J. J. Baðáhöld. Þeim, sem að því starfa, að vekja at- hygli fólks á nytsemi og nauðsyn baða — og þurfa þar af leiðandi, að vita hvar fá má hentug baðáhöld, — vildi eg mega benda á, að óvíða munu fást ódýrari né endingarbetri og um leið fjölbreyttari bað- áhöld, en hjá hinu nafnkunna „heilsu- bótarverki“ Moosdorf & Hochhháusler in Berlin S. 0, 33. Verðskrá þeirra: „Das Bad“, má fá ókeypis senda, ogeru í henni einnig góðar leiðbeiningar um böð. Ættu sem ílest Ungmennafélög, er láta sér ant um að eíla líkamsmenning þjóðarinn- ar, að útvega sér bók þessa, og sjá svo um pantanir og útbreiðslu baðáhalda, hvert i sinni sveit, ekki siður en skíða eða ann- ara íþróttatækja. — J. G. Allmargíir ritg-erðir hafa verið sendar Skinfaxa, sem verða að bíða enn sökum rúmleysis. Eru höf- undarnir beðnir velvirðingar á þeim óhjá- kvæmilega drætti. Útbreiðið Skinfaxa. Kaupendum Skinfaxa hefir fjölgað um þriðjung síðustu mánuðina. En þeim þarf að fjölga enn meir, ekki vegna blaðsins sjálfs, heldur vegna æskunnar í Iandinu. Ungmennafélögin og blöð þeirra keppa um mannssálir við sundrungarseggina í land- inu. Okkur sýnist, að besta ráðið til sannra framfara sé að vinna sjálfir að því að bœta lífið í landinu. Þessvegna útbreiðum við góðar bækur, græðum tré kring um hýbýli okkar, æfum íþróttir, reis- um samkomuhús, stofnum heyforðabúr, ryðjum vegi o. s. frv. Keppinautar okk- ar fara aðra Ieið. Þeir tala. Þeir tala um samninga og samningsrof, um ráðherra- brall, um lög og lagabreytingar, um stöðu Islands i heiminum. Og um það að fá völd fyrir sinn flokk og ráða á þingi, í bæjarstjórnum, skattanefndum, sýslunefnd- um og öllum þeim öðrum nefndum, sem til eru með þjóðinni. Við Ungmennafélagar trúum statt og stöðugt, að okkar aðferð sé betri og göf- ugri. Þessvegna viljum við fá sem flesta í baráttuna með okkur. Og þeir sem lesa Skinfaxa, fá að heyra um okkarstefnu og okkar athafnir. Eitt hið sjálfsagðasta verk allra starfandi félagsmanna er því að út- breiða blaðið sem rnest þeir mega. Ang-lýsing1. Ritstjóri Skinfaxa kaupir háu verði Dýravininn, árg. I., II., III., IV., VI., VII. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.