Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 7
SKINFAXI
23
Frá U. M. F. ,Valurfc
Mýrum, Hornalirði.
Félagið var stofnað 23. Janúar 1909 og
voru stofnendur þess 23, en að tveim mán-
uðum liðnum voru þeir orðnir 30. En á
næsta sumri fækkaði félögunum, bæði vegna
þess, að margir þeirra tluttu úr sveitinni
og af fleiri ástæðum; um baustið voru fé-
lagarnir ekki nema 16. Það hafa þeir orð-
ið fæstir, síðan félagið var stofnað, og nú
eru þeir 22.
Starf félagsins er ekki víðtækt, og þar
af leiðandi ekki rnikið um það í letur fær-
andi. Fundir hafa verið haldnir 10—20
sinnum á ári. Þar hafa farið fram, auk
umræðna: upplestrar, fyrirlestrar og íþrótta-
iðkanir.
í fyrra vetur tókst félagið á hendur að
reyna að lagfæra móðurmálið með því, að
félagsmenn gerðu stíla tvisvar í mánuði,
og fengu þá leiðrétta af islenskufærasta
manni félagsins, og halda þeir því sama
áfram nú i vetur.
Nú hefir félagið ákveðið, að koma á
stofn handiðna-samkepni fyrir karla og
konur innan sveitarinnar; skulu konurnar
keppa um að gera sokka, en karlmenn-
irnir taumbeisli. Þessir munir eiga svo
að koma fram á sýningu í Júnímánuði, og
hljóta þar verðlaun úr félagssjóði, eftir úr-
skurði þar til fenginnar dómnefndar.
Það sem álitist getur, að félaginu standi
fyrir starfi og þrifum, er húsleysi ogtregða
á að fá blett til ræktunar. Þá er ekki laust
við, að það leggi kuldanepju frá nokkrum
sveitarbúum, á vorgróðurvísira framsóknar-
fúsra æskumanna. Æ
íþróttir.
Glímur.
1. Febrúar var glímt um skjöld Ármenn-
higa í Reykjavík; tóku 14 menn, þátt í
glímunni. Sigurjón feldi alla léttilega, og
mátti enginn rönd við honum reisa.
Næstir honum gengu: Axel Kristjánsson,
Guðm. Kr. Guðmundsson og Bjarni Bjarna-
son, allir Ungmennafélagar.
Sigurjón fékk skjöldinn til fullrar eign-
ar, enda hafði hann unnið gripinn þrisvar
sinnum í röð. Félagið gefur þá annan
skjöld í stað hins og verður kept um hann
eftir sömu reglum. Hann heitir lleyhju-
víkurfihjölclur.
Sund.
Laugarnar í Rvík eru nú, síðan gert var
við þær, opnar til afnota vetur ogsumar;
gleðileg framför er það, að þar er margt
manna við sundnám nú í hörðustu vetr-
armánuðunum.
Skautafcröir.
10. Febr. var kept um Braunsbikarinn
á íþróttavellinum í Reykjavik. Áttust þeir
þar við Sigurjón Pétursson og Muller
verslunarmaður. Sigurjón var 1. sek á eft-
ir keppinaut sínum á 500 metra skeiðinu,
en vann hiklaust 1000 m. hlaupið. Þar féll
Muller og hætti þá. Keppa skyldi enn
fremur á 5000 m. en það varð ekki, því
að Sigurjón fór til útianda það sama
kvöld.
Elnkenuileg: ráðstöfun.
Sigurjón Pétursson sótti nýl. um lítilfjör-
legan styrk úr bæjarsjóði Rvíkur til að
læra að stýra slökkviliði bæjarins. Vita-
skuld var þess hin mesta þörf. Bærinn
nær allur úr timbri, og því mörgum sinn-
um hættara við stórbruna hér en víðast
hvar í erlendum bæjum, sem bygðir eru
úr steini. Þó þykir þar þurfa við velæfðra
manna, sem ætíð séu til taks, þegar hættuber
að höndum. Hérer eldsvoðahættan óvenju-
lega mikil, og það því fremur, sem enginn
kann verulega með slökkvitól að fara; er því
jafnan fádænmóregla á slökkviathöfnum
hér, ekki síst meðal sjálfboðaliðanna. Bæjar-
stjórnin neitaði um styrkinn; hefir senni-
lega álitið, að 400 kr. væri of mikil fórn,