Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 5
SKINFAXI 21 Ijósfælna ljóssækinn. Leitum einverunnar, að glaumurinn trufli okkur ekki. Minnist orðanna, sem ég skrifaði ykkur á bréfspjaldi fyrir skömmu, að: „Drottinn sé vort at- hvarf frá kyni til kyns“. Þá verður „ís- landi ait“. Ykkar vinur og félagi Jákób ó. Lárusson. Trjárækt á heimilum. Skógræktin er skilgetin dóttir ættjarðar- ástarinnar og hlýtur að vera óskabarn allra góðra ættjarðarvina og ekki síst Ung- mennafélaga. Enda hefur skógræktarmálið náð þeirri festu í hugum margra manna, að vonandi verðnr unnið ótrauðlega héð- an af að því göfuga verki, að „klæða landið“. Gleðilegur ávöxtur þessa áhuga er þegar víða sjáanlegur, þó víxlsporin sé að vonum mörg. — En þá fyrst er þetta mál komið í gott og heppilegt horf, þegar trjáreitur er kominn upp á hverju bygðu bóli, þar sem þess er nokkur kostur. Trjá- reitir heima við bæi geta orðið skógrækt- inni til ómetanlegs gagns, og landinu og þjóðinni um leið. Þeir munu auka og útbreiða áhuga og þekking á skógrækt- inni og ást til hennar, og þeir munu jafn- framt auka í’ækt manna við heimili sín og land. Skógræktin veitir þeim, sem starfa að henni, hreina og varanlega ánægju, jafn- vel meðan skógurinu er aðeins fárra þuml- unga hátt ungviði. Ánægjulegra verk er ekki hægt að hugsa sér, en það að hirða trjáplöntur og hlúa að þeim í tómstundum sinum, sjá þær springa út ávorinogvaxa smátt og smátt; það vita þeir, sem reyna en aðrir geta varla gert sér hugmynd um það. Eg hygg, að trjáreitir á heimil- um manna, þó litlir séu, hafi jafnvel meiri þýðingu fyrir framgang skógræktarinnar en aðrir stærri, sem eru fjær bæjunum, vegna þess, að heima nýtur maður svo vel samvistar við ungviðið, og það heíir mentandi, göfgandi og gleðjandi áhrif á hverja óspilta sál. Auk þess kynnast menn best lífsskilyrðum jurtanna þegar þeir hafa þær þannig undir höndum, og læra að haga meðferðinni eftir því. — Gott dæmi, — ef til vill óvenjulega gott, — um lærdóm af reynslunni einni og ná- kvæmni i meðferð ungviðis má sjá í Múla- koti í FljótshlíÖ, þar sem nú eru til mörg hundruð plöntur af reyni og hjörk, fárra ára gömlum, vaxnar upp af sjálfsánu fræi. Bíða þær nú færis til að flytjast út um Suðurland. — Annars hefir „Freyr“ ílult grein um trjáræktina í Múlakoti (Garðyrkju- kona“ eftir E. H., Freyr VII, hls. 112) og vil ég því eigi eyða rúmi „Skinfaxa11 lil að lýsa henni nánar. En á hvern hátt má best efla trjárækt á heimilum án tilfinnanlegs kostnaðar? Ungmennafélögin verða að ræða um það mál, og sjálfsagt geta þau víða unnið eitt- hvað að því. En þegar til framkvæmda kemur, er fyrsta skilyrðið það, að fá góð- an blett, girða hann og undirbúa, og svo er næst að útvega plönturnar. Um blett- inn þarf eigi að fjölyrða. Víðast í sveit- um er svo mikið landrými við bæina, að taka má nokkra ferfaðma til trjáræktar. Má í þvi sambandi minna á það, að mat- jurtagarðar eru allvíða fram undan bæjar- húsum, en þar ættu þeir alls ekki að vera, ef annars er kostur. Þeir eru þar til óprýði og óþrifnaðar mestan hluta ársins, og víða eru eins góð eða hetri garðstæði annarstaðar í nánd við bæinn. Túnið á að ná fast heim að bæjardyrum, allstaðar þar sem því verður við komið, en ofur- lítill trjáblettur á þó engu að spilla, ef lag- lega er um hann búið. Girðingin er í rauninni versta viðfangs- efnið. Hún þarf að vera ódýr, lagleg og algerlega fénaðarheld, og gott er, að hún gefi dálítið skjól. Fer það nokkuð eftir ástæðum og staðháttum, hverskonar girð- ingarefni er réttast að nota. Um plönturnar er það að segja, að ís-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.