Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 1
II 4. BLAÐ II REYKJAVÍK, APRÍL 1912. m. ÁR Þegar daginn fer að lengja. Nú er sólin sigri að ná, svartanœtur veldi' að þrengja. Nýjan kraft hún altaf á, eins og hljóma fornra strengja. Glœðast vonir, þroshast þrá, þegar daginn fer að lengja. Þá fœr viljinn vœngja-ðyr, vex þá trú á alt hið besta. Þar sem dauðinn dvaldi fyr, duna skellir klaka-bresta, eins og heyrist drepa’ á dyr, draumafylgjur sumargesta. Loftið att af Ijósi lilær, logi hafs úr auga brennur. Kuldinn dvínar; klökknar snœr, klakarisar fella tennur. AUaf hœrra en í gœr, upp á loftið sólin rennur. Út um geiminn örhröð fer yls og bjarma sólarmóða. Foldin öll á brjósti ber brenni-merki helgra glóða, svo i anda sjáum vér sigur-kraft og vald þess góða. Hugsjón! Andans öflga sól í oss kveiktu neista þína. Inn i mannsins myrku ból milda geisla láttu skína, vermdu hverja von sem kól, vektu nýar; — láttu hlýna! Fyrst er vald þitt vinnur tafi vœnni stakk má lifið táka. Þá mun vanans vetrar-skaft verða’ að Ijúfum daggar-raka. Þangað til er alt vort aft, eins og liffrœ liulið klaka. oBja-mi £l$yeizt>»on. 4. fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs. Það var haldið í Rvík 2.-^4. apríl. Þingið sátu 85 fulltrúar, auk Þ. Þ. Clemenz fjórðungsstjóra. Þeir voru frá þessum félögum: U. M. F. Rvíkur (5). — Iðunu (4). — „— Afturelding (2). — „— Hrunamanna (2). — „— íslendingur (3). — „— Reykdæla (2). — „— Haukur (1). — „— Gnúpverja (1). —„— Stokkseyrar (1). — „— Skarphéðinn (1). — Óðinn (1). — Dagrenning (1). — „— Vatnsleysustrandarhrepps (1). —Brúin (2). —„— Biskupstungna (2). —„— Akraness (2). —„— Egill Skallagrímsson (1). — „— Seytjándi júní (1). —Hvöt (2).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.