Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 5
SKINFAXI 29 Mig langar til i línum þessrm, að tala um veg til að koma upp fundaliúsum og þörf þeirra og þýðingu. Eg vil þá fyrst fara nokkru orðum um þau Ims, sem bygð hafa verið. Þau Ungmennafélög, sem eg veit til að hafi komið sér upp sfeinsteypuhúsum til fundarhalda eru félög Reykdæla og Brúin í Borgarfirði. Hús Ungmennafélags Reyk- dæla er 8X12 álnir að innanmáli, rúmar 4 álnir að vegghæð. Veggir óþiljaðir innan, en sléttir vel. Þak er úr járni og undir því pappi og 1 þumlungs þykk horð, plægð. Loftið þiljað í hálfhvelfing með panel. 3 gluggar eru á hvorri hlið, dyr á stafni. I fyrstu átti að þilja húsið í sundur, en þeg- ar til kom, þótti það of lítið til þess. Kostn- aður við að koma húsinu upp var 1500 kr, Hús Ungmennafélagsins Brúin er 1H1/^ X7y2 alin að innanmáli, bygt á sama hátt og hitt, nema í öðrum enda þess eru tvö afþiljuð herbergi lítil; myndar annað inngang inn í aðalhúsið, hitt er til hliðar við það. Eins og nærri má geta eru þetta engar skrautbyggingar, en þau svara nokk- urnveginn þeim kröfurn, sem Ungmenna- félög í sveit geta gert til fundahúsa. Helsti galli á húsi Reykdæla er, að það er heldur stutt til þess að þilja af því her- hergi til að fara úr vosklæðum í o. íl. Væri það 2 álnum lengra, myndi það vera viðunandi, með sama meðlimafjölda: 40—50. En hvernig var fengið fé til að koma húsum þessum upp? Það var mjög svipað í báðum félögun- um, og í Ungmennafélagi Reykdæli var það á þennan hátt: Fyrst var stofnað hlutafélag með 10 kr. hlutum innan félagsins og fengust þannig um................................. 700 kr. Félagið hélt hlutaveltu og var ágóði við hana um ............... 300 — Félagið lagði frarn úr sjóði sín- um................................ 150 — Meðlimir unnu allir 2 daga fyrir ekkert endurgjald og má reikna það að minsta kosti................ 150 — Lánað var hjá einum télags- manni nær . . . ................... 200 — Samtals: 1500 — Um hlutaféð er það að segja, að Ung- mennafélagið borgar 5°/0 i vöxtu af því árlega, og hefir gert samning um að draga úr eftir 3 ár 5 bréf árlega til útborgunar. Það gekk mjög greiðlega að fá hlutafé þetta og 180 kr. voru aldrei notaðar af því sem lofað var. Hlutavelt- an var haldin, þegar húsið var fokhelt og: unnu félagsmenn að henni, og veitingum við hana, endurgjaldslaust. Frívinnan, sem við svo köllum, var unn- in af öllum félögum, einn dag hvorum, þegar húsið var bygt og einn dag árið eftir, við að slétta og laga í kring um það, og býst ég við, að þannig verði unn- ið 1 dag árlega í Ungmennafélagi Reyk- dæla, þegar það hefir eitthvað verklegt með höndum. Þess má geta, að lánið, sem fé- lagið tók, um 200 kr, lánaði einn áhuga- samur félagsmaður tryggingarlaust, en nú eftir tæp 3 ár er búið að endurborga lái> þetta. Þegar menn hugsa um fjárhag Ung- mennafélaganna, þá er von að menn láti sér vaxa í augum þann kostnað, sem af því leiðir að byggja hús. Hér að framau hefi ég lýst, hvernig ársgamalt félag kom því i framkvæmd, og ég er í engum vafa um, að mörg félög gætu farið eitlhvað líkt að. Ef sameiginlegur vilji er, þá er fljóttað safnast hlutafé, þó ekki sé farið út fyrir takmörk félagsins. Áhugamennirnir sem dálítil fjárráð hafa láta t. d. alt að 100 kr. og flestir, helst allir geta látið 10 kr. Félag- ið ætti að geta svarað rentu af fénu og þá er þetta eins og sparisjóður. Hlutaveltur eru vitanlega gallagripir, og þar er mikið komið undir félagsmönnum sjálfum með starf og framlög. Til sveila, þar sem hlutaveltur eru ekki orðnar alt of algengar, eru þær fé- þúfa, einkum ef skemtun er með og starf

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.