Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI fæst fyrir ekkert, eins og mun vera altaf i Ungmennafélögunum. Styrkur gæti verið að því að byggja í samlögum við sveitarfélög eða aðra, en frjálsara mun verða, að bafa húsin dálítið frá bæjum. Þörfin fyrir fundarhús handa Ungmenna- félögum í sveitum er víða mjög mikil; það er alls ekki þægilegt fyrir t. d. 30— 40 manns að halda fundi i heimahúsum manna, og sannast þar víst oft, að leiðir verða langþurfamennirnir, og eins og kirkjurnar eru nú bygðar er lítt mögulegt að nota þær, þó þær fengjust. Það er áríðandi fyrir Ungmennafélög, að geta verið út af fyrir sig, og enda samliljóða stefnuskrá þeirra; að búa að sínu, ef hægt er; auk þess er það metn- aður allra, sem eru stofnendur Ungmenna- afélaga að skila þeim ekki frá sér hús- viltum. Eg liefi heyrt talað um Ungmennafélög, sem hafa mist alt að helmingi félaga sitma af ágreiningi um einhver atriði: það er einn sorglegur vottur þess, að bræðra- hugur vor er ekki svo sterkur, sem skyldi. Ætli að t. d. annar eins sameiginlegur staríi og húsbygging, mundi ekki geta dregið hugi manna dálítið saman, og kent þeim gildi samvinnunnar og árangur hennar; ég þykist þekkja Ijóst dæmi þess. Heim! hljómar vel í eyrum flestra manna, og vér eignumst annað heimili, þar sem Ungmennafélagshúsið er. .Ekki hjá pahba og mömmu, heldur bvgt af sjálfum okkur, sem þroskuðum mönnum og góðum félögum. Það er eitt af því, sem getur bundið okkur hugljúfum höndum við heimahagana ■og mun ekki af veita, því margt er, sem veikir þau bönd. Fundarhús Ungmennafélaganna geta orð- ið eins og trén, sem við plöntum, hin feg- urstu minnismerki hinna fyrstu islensku Ungmennafélaga. Við bygging þeirra er tækifæri fyrir hvern og einn félaga að rétta fram hendina til verklegrar samvinnu. Þó hús þessi verði ekki háreist, munu þau þó verða miðstöð Ungmennafélags- stefnunnar í hverri sveit, til framsóknar og blessunar fyrir land og þjóð. Ritað á annan dag jóla 1911. Jón Hannesson. (þróttir. íþróttasainband Islands. Litlu áður en Sigurjón Pétursson fór til útlanda, harðist hann manna mest fyrir stofnun allsherjarsambands milliallraíþrótta félaga á landinu, eins og títt er með öðr- um þjóðum. Slík samvinna er algerlega nauðsynleg, ef íslenskir íþróttamenn eiga að koma fram erlendis og taka þátt í kapp- raunum þar. Hún mun ennfremur leiða til þess, að nýjar íþróttir verði lærðar og hafð- ar hér um hönd. Og i einu orði ætti sam- bandið að hafa i öllum efnum hin hollustu áhrif á iþróttalífið í landinu. Málið hafði lengi verið á döfinni, meðal annars eitt af áhugamálum nokkurra Ung- mennafélaga. Nú komst það á fullan rek- spöl; mörg félög í Rvík og nærsveitum sendu fulltrúa; ýmsir íþróttavinir eldri og yngri voru þar ennfremur. Sambandið var stofnað, og kosin fimm manna stjórn. Þessir hlutu kosningu: Axel Tulinius, Dr. Björn Bjarnason, Guðmundur Björnsson, Björn Jakobsson, Halldór Hansen. Eitt hið fyrsta verk stjórnarinnar var að undirbúa væntanlega þátttöku Islendinga í olympísku leikjununi. Olympisku leikarnir verða háðir í Stokkhólmi í sumar. Var nú allmikill áhugi í íþróttamönnum okkar um, að Islendingar færu þangað. Stjórn- arráðið veitti 2500 kr. til fararinnar, en stjórn Iþróttasambandsins mun hafa álitið að enn vantaði allmikla upphæð til að hægt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.