Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 2
26 SKINFAXI Þetta gerðist helst á þinginu: 1. Lagðir fram reikningar fjórðungsins. í sjóði voru kr. 586,47. 2. Lögð fram skýrsla um hag og starf- semi fjórðungsins. (Utdráttur úr henni birtist í næsta blaði). 3. íjmjttamót 1914. Svohljóðandi til- laga var samþykt: „Fjórðungsþing Sunn- Iendingafjórðungs skorar á sambandsstjóra, að hlutast til um að U. M. F. í. gangist fyrir allsherjar íþróttamóti sumarið 1914, og að það fari fram í K,eykjavik.“ 4. Lagt var fram og rætt talsvert er- indi frá fjórðungsstjórn Norðlendingafjórð- ungs um að ráða bót á óreglu íslenskrar stafsetningar. En með því að þingið leit svo á, að litlu væri hægt að koma til leið- ar í þessu máli, var engin ákvörðun tekin. 5. Fánamálið. Þessi tillaga var samþ. í einu hljóði: „Þingið Iýsir yfir fylsta fylgi sínu við íslenska fánann, og skorar á öll Ungmennafélög að vinna af alefli að út- breiðslu hans og notkun.11 6. Skifting Sunnlendinga- og Vestfirð- ingafjórðffngs. Svohljóðandi tillaga samþ.: „Fjórðungsþingið skorar á fjórðungsstjórn- ina að skrifa félögum á Vestfjörðum um fjórðungsskiftinguna, og vinna á annan hátt að skjótum framgangi þess, svo að það verði útkljáð fyrir næsta fjórðungsþing.11 Viðauka tillaga: „Þingið telur heppilegast, að fjárhagur sé sameiginlegur næsta ár, en að félagssjóði verði skift, hlutfallslega eftir tölu féiagsmanna, á næsta fjórðungs- þingi Sunnlendingafjórðungs, ef skiftingunni verði þá lokið.11 7. Þátttaka í Iþróttasambandi Islands. Tillaga samþ.: „Með því að enn eru ekki samþykt fullnaðarlög fyrir íþróttasamband íslands, og ekki nægar upplýsingar fyrir hendi, þá leggur nefndin til að kosin verði 4. manna milliþinga nefnd, er ásamt sam- bandsstjóra leiti samninga við stjórn Iþrótta- sambandsins um þátttöku Ungmannafélag- anna. Ef nefndinni virðist brýna nauðsyn bera til, niá hún i samráði við fjórðungsstjórn semja fyrir hönd Sunnlendingafjórðungs um inngöngu í Iþróttasambandið.11 í milliþinganefndina voru kosnir: Tryggi Þórhallsson, Magnús Tómasson, Þorkell Þ. Clemenz, Sigurbjörg Ásbjarnardóttir. 8. Skógrækt. Samþykt var að veita kr. 420,00 til að girða land það, er Tryggvi Gunnarsson gaf U. M. F. I., að skora á sambandssjóra að fara þess á leit við hina fjórðungana, að þeir leggi hlutfallslega eins mikið fé til landsins, að kjósa tvo menn er ásamt sambandsstjóra sjái um allar framkvæmdir í þessu máli; þessir voru kosnir: Tryggvi Þórhallsson og Guðmund- ur Davíðsson. 9. Heimilisiðnaður. Lára Inga Lárus- dóttir ílutti ítarlegt erindi um málið. Sam- þykt tillaga: „Þingið skorar á fulltrúana, að vekja máls á heimilisiðnaði heima fyrir í félögum sínum og gangast fyrir tillögum um hann, fyrir næsta fjórðungsþing. 10. Fjárlögin Helstu gjaldaliðir eru þessir: Til skógræktar kr. 420,00; til íþrótta kr. 375,00, til fyrirlestra kr. 225,00. Fjárlögin verða send félögunum. 11. Kosin fjórðungsstjórn. Kosningu hlutu: Fjórðungsstjóri: Þorkell Þ. Clemenz, — ritari: Ásgeir Ásgeirsson, — gjaldkeri: Björn Jakobsson. Asg. Ásgeirsson. Fáninn. (Flutt aö þing-slitum á fjórðuugsþingá Suuu- leudingafjórðungrs 4. apríl 1912. Það er útaf yfirlýsingunni okkar um fánann, að eg vildi segja nokkur orð. Þó hún sé góð, og sjálfsögð í raun og veru, þá hefði eg þó nærri frernur óskað, að hún hefði ekki komið fram. Það kann að þykja kynlegt. En við erum búin að segja það nógu oft, að við ætlum að ryðja fánanum braut — segja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.