Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 3
SKINFAXI 27 það svo oft, að það kynni ef til vill að spilla að hafa íleiri orð um það að sinni. Stjórnmálin eru á því stigi hjá okkur, að hvert orð getur orðið að íkveykju. Fán- inn á marga óvini með okk'ar eigin ])jóð, og samt á hann að komast inn í hjarta hennar. Það verður að fara varlega með hann og gæta hans vel. Þjóðin þarf tíma til að átta sig á því tivaða erindi fáninn eigi til hennar. Hún þekkir hann ekki, og skilur hann ekki nema að litlu leiti. Hann er ekki til í fortíð hennar og endurminningum. Hún skilur ekki hvílíkur helgidómur fáninn er öðrum þjóðum. Það er líka í sjálfu sér einkennilegt, að helgustu tilfinningar heillar þjóðar skul geta runnið sanian um eina veifu. Það er eitthvað einfalt og barnslegt við það, að gera litaða blæju að helgidómi sínum og einskonar leiðarstjörnu. En það er jafnan svo um það, sem fegurst er og sannast, að það er einfalt og óbrotið. Og þetta er skiljanlegt, þar sem þessi blæja hefir verið leiðarstjarna þjóðarinnar, þegar hún barðist fyrir Hfi sínu á vigvellinum. Á vígvellinum eru öfgar Iífsins mestar. Þar verður maðurinn hvorttveggja í senn, göfugasta hetja og grimmasta villidýr. Þar verður fáninn alveg samgróinn tryltustu ástriðum mannanna, að elska og hata fram í andlátið. Hann vefst þar inn í sterkustu þætti iífsins. Þar sem fáninn hefir verið förunautur þjóðarinnar á voðalegustu örlagastundum hennar, þegar telft var um lífið og dauð- ann, jiegar fjöregg hennar var lagt undir sverðseggjarnar — þar skilst hann. Þar elskar þjóðin hann og tignar, því hann er heilagur orðinn í hennar eigin blóði. Við íslendingar höfum verið lausir við styrjaldir '— lausir við bölvun þeirra og hörmungar. En við höfum heldur aldrei átt þá brennandi ættjarðarást og frelsisþrá sem þær vekja. Þjóðin hefir aldrei geng- ið fram i fylkingu. Ilún hefir aldrei þurft á fána að halda og hún á hann þessvegna engan. En nú er hún farin að þarfnast hans. Hver sjálfstæð þjóð á sinn fána. Hann er Iöghelgað tákn alls þess, sem er séreign þjóðarinnar, alls þess sem hún á ein. Hann er hin sýnilega ímynd þjóðern- isins, eins og skrifað orð er tákn þeirrar hugmyndar sem i því felst. Nú er það svo margt sem íslenska þjóð- in á ein — sem enginn í heiminum getur frá henni tekið með réttu. Hún á sér- stakt mál og þjóðerni og þjóðarrétt, en að vísu lílið af öðru. En við vonum að sér- eign hennar vaxi með ári hverju, vaxi að sama skapi sem nientun hennar og fram- kvæmdir. Og svo er hverjum einum farið, að það sem hann á, það vill hann eiga einn og með öllum rétti Til eru þeir menn, sem telja einstaklinga eignarréttinn mestu bölvun mannfélagsins. — En það er eignarrétturinn, sem gerir einstaklingana sjálfstæða og volduga. Og þjóöirnar eru lika einstaklingar. Nú getum við ekki með góðu sætt okk- ur við það til lengdar að mega ekki vera einir um það, sem við eigum einir að guðs og manna lögum. Eign okkar viljum við helga okkur með fullum rétti. Þó hún sé lítil, viljum við helga okkur hana að lög- um með okkar eigin fána. En veruleikinn fer nú ekki altaf að vilja okkar. Lífið daufheyrist við óskum okkar og vonum og misþyrmir þeim á margan hátt. Við megnum ekki mikils og verðum að sætta okkur við það. Við megnum ekki að taka rélt okkar meðan honum er haldið. En það þarf mikið til að bæla niður heila þjóð, hversu lílil sem hún er, ef henni er alvara að lifa og komast áfram. Við hljótum að eignast löghelgaðan fána innan skamms, ef okkur miðar nokkuð verulega áfram. Fáninn er þegar orðinn til. En hann er eins og barnið, sem fætt er í óvígðum ástum: hann á engan lagalegan rétt. Hann

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.