Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 7
SKINFAXI 31 yrði að senda sæmilegan flokk. Gera menn sér vonir um að fá megi nokkurt fé með íþróttasýningum í Rvík og ef til vill víðar. Enn sem komið er mun þó óráðið hve margir fara, þó ekki færri en 7, né fleiri en 10. 1 hverju getum við kept? Það er ekki margt ennþá. Búist er við að aðalflokkur- inn sýni íslenska glímu, og að þannig verði freistað að ryðja til rúms þjóðlegri íþrótt okkar. Um sund var talað, en efnilegustu sundmennirnir voru of bundnir störfum til að geta farið, og fellur það því niður. En búist er við að einn maður taki þátt í hlaupunum; það er Jón Halldórsson íLands- bankanum. Fullráðið er að þessir menn fari fyrir Islands hönd: Axel Kristjánsson, Sauðárkrók, Guðm. Kr. Guðmundsson, Rvík, Halldór Hansen, — Hallgrímur Benediktsson, — Jón Halldórsson, — Magnús Tómasson, — Sigurjón Pétursson, — Ófrétt er enn um menn úr öðrum lands- fjórðungum. Þátttakendur munu leggja af stað héðan í miðjum júní. Iju'óttavölliirinn. Nú er veturinn liðinn og hefir verið hér á Suðurlandi allra vetra mildastur. En fátt er svo gott að því fylgi enginn galli. íþróttavöllurinn á melunum við Reykjavík hefir vegna frostleysis (og ef til vill af öðrum ástæðum líka) verið nær gagnslaus I fyrir íþróttalíf Reykvíkinga. Þar var sjald- an ís, var ætíð skammvinnur í senn og aldrei góður. Margir iþróttamennirnir bera því kvíðboga fyrir að völlurinn muni í þessu efni ekki ná tilgangi sínum. Ef til vill koma aðrir vetur frostameiri svo ísinn haldist betur. Hugsanlegt væri líka að þekja völlinn með grasrót, svo botninn haldi betur. En þá mundi það spillast af knattsparki á sumrin. Til þess eru vítin að varast þau. Ung- mennafélög, sem Ieggja í kostnað við íþrótt- astöðvar, geta aldrei of vandlega athugað öll hugsanleg vandkvæði á framkvæmdinni. Skíðabrautin snjólaus í vetur, og því aldrei notuð. Ovinir hennar hælast um, en vér vinir hennar teljum hana einnig leikvöll og gróðr- arstöð. Góðar bækur. Skinfaxi hefir unnið gott verk með þvi að flytja grein Ruskins: „Góðir vinir“ og hina sköruglegu áréttingu ritstjórans við þá grein, — eða réttara sagt: hann hefir byrjað á góðu verki. Eg lít svo á, að með þessu hafi hann viljað sýna, að hann sé fús til að leiðbeina ungmennafélögum i vali góðra bóka til kaups og lestrar. Það er ekki nóg, að segja mönnum, hver mun- ur sé á því, að lesa góðar eða iilar bækur. Um leið þarf að henda á góðu bækurnar, segja hverjar þær eru og hvað þær kosta, og leiðbeina dómum lesend- anna um þær. — Orsökin til þess, að illar bækur ná stöku sinnum meiri útbreiðslu en aðrar betri, mun oftast vera sú, að menn þekkja þær ekki óséðar, og hafa ekki fengið áreiðanlegan dóm um þær nógu fljótt. Dómar blaðanna birtast oft ekki fyr en bækurnar eru komnar víðsvegar út um land, og eru auk þess misjafnlega rök- studdir eða áreiðanlegir. — Skinfaxi hefir að vísu ekki rúm fyrir langa eða ítarlega ritdóma, en þeirra er ekki þörf. Ef því má treysta, að dómarnir séu sannir og réttvísir, þá er nóg. — Ritdómar Valtýrs Guðmundssonar, í Eimreiðinni, eru oft ágætir, og eru þeir flestir mjög fáorðir. Skinfaxi mundi verða vinsæll, ef hann gæti orðið ungmennafélögum „handbók“ i bókavali, þó í smáum stíl værk — í þessu samdandi vil ég minnast á eitt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.