Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1912, Blaðsíða 4
28 SKINFAXI ————• , rrr-r. .—1——r. :„ ... . ... :—.■ :. . .. —r. .-—:——. .- I j ! SKINFAXI — mánaðarrit U. M. F. í. — kemur út f Reykjavik og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RTTSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu, Skólavörðustig 35. ., Afgreiöslumaóur: Björn Þórhallsson Laufási. Ritnelnd: Agást Jósefsson, Guðbrendur Magnússon, Tr. Þórhullsson. á líf sitt og framtíð undir því, hvort þjóð- in vill eiga hann og elska. — ekki er hún sammála um það. En svo margir unna honum þó, að engin líkindi eru til, að hann verði borinn út. Þessi fáni á að líkindum fyrir sér að blakta yfir Islandi á komandi öldum. Hann á að verða merki þess, hvar sem hann sést, að þar vaki andi íslensku þjóðarinn- ar undir. Og þjóðin er þegar farin að elska þenn- an fána, vegna framtíðarvonanna, sem við hann eru tengdar. En sú ást er ekki heit eða viðkvæm enn sem komið er. Og hún er ekki almenn. íslendingar eru jafnan tómlátir og seinir til. Fáninn hefir orðið að ásteitingarsteini i stjórnmáladeilunum. Og eins og nú standa sakir, eru opinberar umræður um hann þýðingarlausar, og gætu jafnvel orðið til ills. Og við verðum að hlífa fánanum við því að velkjast á meinsemdum þjóðfélags- ins. Nú eigum við að vinna að því í hægð og kyrþey að ryðja honum rúm í huga þjóðarinnar. Eggjunarorðin gera fremur að spilla en bæta; þau eiga svo lítinn hljómgrunn í íslenskum hjörtum. Við, sem enn erum ung, fáum þennan fána ef til vill löghelgaðan og ef til vill ekki. En við skulum þá sýna hann börn- unum, sem seinna eiga að taka við hon- um, og koma þeim í skilning um, hvað hann þýðir. — Við eigum að gróðursetja hann svo með þjóðinni, að þegar hún loks fær fullt leyfi til að eiga hann, þá verði enginn ágreiningur lengur — þá verði all- ir á einu máli að fengnum sigri. I þessu efni er verksviðið ekki hvað síst í sveitunum. Eg vildi brýna það fyrir þeim, sem þar búa og starfa. Þjóðinni þarf að skiljast hvað felst í þessum orðum skáldsins: „Skín þú, fáni, eynni yfir eins og mjöll í fjallahlið. Fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og síð. Munist hvar sem landinn lifir litir þínir alla tíð. Hvert eitt landsins fley, sem flýtur, fáni vor, þig beri hátt. Hvert þess barn, sem Ijósið Iítur, lífgar vonir, sem þú átt. Hvert þess líf, sem þver og þrýtur, þínum hjúp þú vefja mátt. Meðan surnarsólir bræða svellin vetra um engi og tún, skal vor ást til íslands glæða atl vort undir krossins rún, djúp sem blámi himinhæða hrein sem jökultindsins brún“. H. S. Um fundahús. A fjórðungsþingi Sunnlendingafjórðungs að Þjórsártúni síðastliðið sumar var því hreift, hvort þingið sæi sér ekki fært, að styrkja Ungmennafélög til þess að koma sér upp fundahúsum. Því var strax svar- að af þeim mönnum, sem voru i nefnd, til að gera áætlun um fjárlög félagsins næsta ár, að fé það, sem fjórðungurinn hefði til meðferðar, væri svo lítið, að ekki gæti komið til mála að gera það. Samt sem áður var það einróma álit þeirra, sem nokkuð töluðn um þetta mál, að það væri hið mesta nauðsynjamál og mun það álit vera alment í Ungmennafélögunum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.