Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1912, Side 1

Skinfaxi - 01.06.1912, Side 1
6. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚNÍ 1912. III. Áít Nýju skólarnir ensku. ii. Á Englandi Jiekkist ekki slíkur ítroðn- íngur við bóknám, ekki þvílík prófsýki i foreldrum og námsmönnum, ekki þvílíkur bardagi um embætti og sýslanir stjórnar innar. Þar sem önnur þjóðin, Frakkar -og meginlandsbúar yfirleitt, búa undir æfa- gömlu skrifstofuriki, láta embættismenn leiða sig á hverri braut, og virða hinsveg- ar þessi embætti, sem gefa aðgang að ein- hverjum skugga af völdum, mest allra fá- anlegra gæða, þá bafa enskumælandi þjóð- irnar tiltölulega fáa embættismenn, treysta |)eim alls ekki til að vera leiðtogar þjóð- arinnar, fela þeim aðeins störf, sem best verða unnin af skrifstofuvélum. Þar eru Ætjórnarembættin því ekki sérlega eftirsótt, ^ótal aðrar leiðir eru virtar og viðurkendar meira og þykja glæsilegri fyrir æskuna. í -ensku löndunum lærir hver að treysta d siálfan sig, að ryðja sér til rúms sjálfur, að halda velli sjálfur, að sigra sjálfur. Slíkur maður er aldrei búinn að vinna fullnaðarsigur, Hann er eins og her i óvinalandi, sem sífelt verður að vera viðbú- inn að mæta óvinunum, keppinautunum og reisa rönd við þeim. Slíkur maður þarf «ð vera alhliða sterkur; eina sigurvon lians liggur í persónulegum eiginleikum, þeim sem hann ber með sér ávalt, hvar sem hann fer. Fallegt prófskirteini, hálfmeltur utanað- 'lærdómur dugar honum ekki eins og skrif- stofuhjólinu. Ifann er sá sterki sonur vík- ingsins, sem ekki er bundinn við einn stað öðrum fremur, sem veit að heimurinn allur er ættjörð bans, eða réttar sagt, hann getur gert hvert land að nýrri ættjörð. Hann leitar út, nemur ný lönd, brýtur þau og ræktar, heldur uppi lögum og friði, flytur með frjálsar menningarstofnanir þjóðar sinnar. Þar koma aðrir menn úr skrifstofu- leiddu löndunum. Þeir eru vanir að láta stjórna sér, að sækja til annara hvert stefna beri. í nýja Iandinu eru þeir eins og jurt alin upp í gróðrarstíu, sem skyndilega er flutt út á bersvæði og á þar að keppa við harðvitugan bersvæðisgróður, og verður undir í samkepninni. Þannig fer í nýlend- unum. Sonur meginlandsins er vanur bandinu um hálsinn; hann kann ekki við sig án þess, getur ekkert án þess. Hann finn- ur þar í Englendingnum það, sem hann vant- ar: foringja og hann beygir sig fyrir bon- um; ekki af því hann hafi setið svo mörg ár á skólabekk, lært svo mikið utanað, eða beri gilta borða, heldur af því, að sá góði Englendingur sér ætið nýja vegi og úrræði, vill eitthvað eitt, þegar hinn vill þrent, vill stjórna sér og öðrum, þegar hinn vill vera leiddur. Og vegsummerkin sjást i þeim hluta heimsins, sem nú er opinn til samkepni, í Kanada, Bandaríkjunum, Suður-Afríku og Ástralíu. í öll þessi lönd ílæða inn milj- ónir Iandnema ár hvert; allur heimurinn sendir þangað sonu og dætur. En enginn heldur þjóðerni sínu og átthagavenjum, nema Englendingurinn. Allir hinir verða á einum, tveimur, þremur mannsöldrum að umbreytast og endurfæðast í enska mót- inu, gera enskuna að móðurmá'Iiv gangash ' undir enska stjórnarhætti og mannfélags-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.