Skinfaxi - 01.06.1912, Síða 5
SKINFAXI
45
í fyrstu, meðan mannkynið var á
bernskustigi, rændu og stálu orkumennirn-
ir veikari meðbræðrum sínum, og gerðu
þá að þrælum, og börn þeirra kynslóð eft-
ir kynslóð. Þrælarnir unnu alla erfiðis og
nauðsynjavinnu, þeir unnu fyrir daglegu
brauði herra sinna og húsbænda. Drotn-
arnir einir lifðu glæsilega og nutu lífsins;
æfi þeirra var skemtanir og hernaður.
Allar þjóðir hafa verið á þessu stigi, og
sumar eru ekki komnar lengra enn. ís-
lendingasögurnar segja glögglega frá at-
ferli forfeðra okkar .í þessu efni. Næst
urðu þrælarnir leysingjar og þá ánauðugir
bændur í flestum löndum; stóð svo ’víðast
hvar í Evrópu gegnum allar miðaldir og
sumstaðar fram á 19. ðld. Voldugir aðals-
menn áttu jarðeignirnar. A litlum blettum,
örsmáum kotbýlum bjó alþýðan, ánauðugu
bændurnir, landsetar og hálfþrælar aðals-
ins. Þeir unnu 2—3 af virku dögum vik-
unnar heima á kotunum fyrir sér og skyldu-
liði þeirra. En hina 3—4 dagana, og
annars þegar aðalsherranum þóknaðist,
unnu bændur þessir kauplaust á höfuð-
bólinu. Þeir voru í einu, nær^réttlausir,
síófrjálsir þjónar aðalsstéttarinnar og líf-
gjafar hennar, sem sköpuðu [auðæfin og
þægindin fyrir iðjulausa drotna sina.
Aldir liðu. Nýjar uppfindingar voru
gerðar, atvinnurekstur allur breyttist al-
gjörlega. Gufuvélin og mörg önnur verk-
tæki gerðu efnamönnum unt að framleiða
kynstrin öll af seljanlegum varningi, ef
þeir höfðu nægan vinnukraft nærri nám-
unum og verkvélunum. Þá streymdi fá-
tæka fólkið úr sveitunum, af jörðum aðals-
herranna, í hinar nýju iðnaðarborgir og
gerðust verkamenn nýrra auðkýfmga, þeirra
sem áttu bin nýju framleiðslufyrirtæki, land
og vinnuvélar. Þungamiðja þjóðanna var
flutt úr sveitunum í bæina, frá landbúnaði
að iðnaði. En annars hafði lítið breyst.
Hinir sömu tveir málsaðilar voru enn við
líði, hamarinn og steðjinn, sá sem barði
og sá sem var barinn. Þrællinn, ánauð-
ugi bóndinn, vinnumaðurinn, sem stritaði
öld eftir öld, sívonandi að handasama
þann auð og þá nautnarmöguleika, sem
spruttu upp úr sveitastokknum sporum
hans. Og hinsvegar ræninginn, aðalsdrolt-
ininn og stórauðkýfingurinn, sem megnaði
fyr og nú að beina í hendur sínar auðn-
um, þessu þráða hnossi, sem vinnan ein
megnar að skapa.
Og þessvegna hefir verkamaðurinn ætið
verið fátækur á öllum stigum þessarar at-
vinnuframþróunar; hann hefir daglegt brauð
handa sér og sínum þegar best gengur.
En afgangurinn af þjóðarauðnum lendir i
vösum fámennrar höfðingjastéttar í Iandinur
eða erlendis.
Þessi drottinstélt getur tekið mörgunv
myndbreytingum, eftir eðli landanna og
menningarstigi þjóðanna. Stundum er
henann vikingur, stundum stórbóndi, að-
alsmaður, kaupmaður, verksmiðjueigandi,
námu- eða lóðareigandi, bankamaður eða
stórbrallari o. s. frv. Nöfnin breytast me&
stund og stað, en eitt sameiginlegt ein-
kenni hafa þeir allir: að í höndum þeirra
safnast saman ávextirnir af iðju vinnandi
stéttanna. Gott dæmi um slíkan mann er
Mr. Morgan í Ameriku. Hann á nú meiri
auð en Danir og Norðmenn til samans,
meira en 2 ríki, 5 miljónir manna, þótt
alt sé talið, sem þeir menn hafa skapað
og ’forfeður þeirra skilið eftir um ótaldar
aldir. Getur nokkrum dóttið í hug, að einn
maður skapi með eigin afli meiri auð en
tvær þjóðir á mörg hundruð árum? Er
ekki hitt sönnu nær, að Mr. Morgan hafi
getað safnað í greipar sér nokkru af því,
sem miljónir manna víðsvegar á hnettinum
höfðu dregið úr skautijjnáttúrunnar?
Eg kýs hér að kalla alla þá menn, sem
þannig draga fé saman, milliliði, því að
sú tegund þeirra, sem íslensk alþýða á við
að skifta, má nefnast því nafni. Og tak-
mark samvinnunnar er að fá unnin þau
gagnlegu störf, sem milliliðirnir inna af
hendi ábyrgðarlaust, sjálfum sér til gengis,