Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1912, Side 1

Skinfaxi - 01.07.1912, Side 1
7. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚLÍ 1912. III. ÁR Ungmennafélagshvöt. (Gjörð á nýjársdag1). Ljómar nýjárs dýrðardagur, drengir vöknum skjótt! Morgunroðinn rennur fagur, reynum lífs vors þrótt. Frjálsir stríðum, störfum bræður, styðjum fámennt lið. — Upp með fagrar félagsræður, fjör og söngvaklið! — Afram keppa, vel að vinna, vor sé lífsins þrá. — Krafta síðan saman þrinna sigri til að ná. — Auka mentun, ástir glæða, «lska land og þjóð. — Fúsir stríöum, faðir hæða, fyrir líf og blóð. Rétt að hugsa, rangt að hrekja, rækja skal vor önd; öflin góðu upp að vekja, á hin leggja bönd. Hér er mörgu móti að stríða — margt sem varast þarf. Látum dygð og listir prýða lífs vors æfistarf. Þjóðin unga lifi lengi, lán með henni sé. — Eignist marga afbragðs drengi öðlist lán og fé. — Þá mun rísa hennar hagur, hæsta marki ná. — Sveipar hana sólar fagur, sigurroði þá. J. S. Líftryggingar. Liftryggingar og sjúkrasamlög eru svo mikið þjóðhagsmál, að þess er hin mesta þörf, að fræða menn um gagnsemi og nauð- syn þeirra. Guðmundur landlæknir Björns- son hefir ritað ágætar greinar um sjúkra- samlögin (Skírnir 83. árg. bls. 100 ogbls. 307) sem eru mörgum kunnar, og mun því ekki þurfa að gera þau að umtalsefni hér. En líftryggingum er of lítið sint enn hér á landi, a. m. k. í sveitum, og þó er í rauninni óvíða meiri þörf á líf- tryggingum en hér, hjá fátækri og fámennri þjóð, sem missir árlega margan mann af völdum sjávar, vatna og veðurs, auk þess sem hún verður að gjalda mörgum sjúk- dómum skatt. En þó líftryggingin lengi ekki líf manna, og þeir verði ekki aftur heimtir úr helju, sem dauðir eru, þá er betri hálfur skaði en allur, og þá neyð margra manna, sem oft stafar af dauða eins manns, getur líftryggingin bætt eða komið í veg fyrir að miklu leyti. — Segj- um t. d. að kona missi mann sinn frá mörgum börnum á ómagaaldri, eða upp- gefnir foreldrar einkasoninn. Mundi þeim eigi vera styrkur að því, að fá, segjum eina eða tvær þúsundir króna í peningum? — Sá kostur fylgir líka líftryggingarfénu, að það er eign sem búið er að vinna fyr- ir, og þarf ekki að hiðja um; veitir það meira sjálfstæði en gjafir, — svo ekki sé nefndur sveitastyrkur, sem firrir þiggj- endur ýmsum réttindum frjálsra manna. Þessu neitar nú enginn. En þegar um hitt er að ræða, að koma málinu í fram-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.