Skinfaxi - 01.07.1912, Blaðsíða 3
SKINFAXI
51
félögum í Danmörku og Svíþjóð. Þessi
kona liefir nú tekið sér fyrir hendur að
rannsaka siðferðisástand þjóðar sinnar, og
í bækling þessum segir hún frá árangrin-
■urn.
Og hann er ekki glæsilegur. Höf. full-
yrðir, að við séum veikari í siðferðisþroska
•en frændþjóðir okkar, og það svo að miklu
muni. Og ein af ástæðunum sé sú, að Is-
lendingar séu svo vægir í dómum um því-
líkar yfirsjónir. Þess vegna hjálpi almenn-
ingsálitið svo lítið til að halda í skefjum
skaðlegum ástríðum manua.
Höf. segir að margir ísl. efnamenn, sem
lifi ósiðsömu lífi, hafi nú þann sið, að senda
stúlkur þær, er barnshafandi verða á fæð-
ingarstofnunina í Kaupmannahöfn, til að
losna við ábyrgðina. Margar þeirra rati
síðar í enn meira ólán; og með afkvæm-
in fari svo sem við megi búast.
Margt nefnir höf. af sama tægi, sem eigi
verður hér minst á. En er leita skal orsak-
anna til þessarar niðurlægingar, kemur höf.
að þeim kafla, sem gera mun hana og
■bækling þennan óvinsælastan. Þar er nefni-
ílega fullyrt, að rotnun þessi stafi frá efri
lögum þjóðfélagsins, frá nokkrum hluta
efnaða og „mentaða" fólksins, sem hafi
tamið sér þegar í æsku skaðlegar lífsvenj-
ur og síðan bætt á við óheppilegan félags-
skap erlendis. Siðan sýki og spilli þessi
hluti þjóðarinnar út frá sér, einmitt afþví
að hann sé tekinn til fyririrmyndar af þeim
sem minna mega sín.
Án efa mun kver þetta verða sumpart þag-
-að í hel, sumpart skammað í hel, og sjást þess
nú þegar merki í Kvennablaðinu. Og eng-
an íslending get eg hugsað mér, sem ekki
vildi óska, að þar væri enginn stafur sann-
ur. En því miður er erfitt að vera svo
vongóður. Höfundurinn er kunn fyrir
heiðarleik og sannleiksást. Hún hefir
ferðast í mörg ár um nálæg lönd og
kynst fólki af öllum stéttum, frá mörgum
þjóðum. Hún hefir hér í Rvík stýrt félagi
■c- 200 ungra kvenna. Tugir mæðra hér í
^•öfuðstaðnum hafa leitað til hennar ráða
og aðstoðar í kringumstæðum, ekki ætíð
ólíkum þeim, sem hún nú ritar um. Þess
vegna mun vandfundinn nokkur Islending-
ur, sem öllu betur er fær til að gera slik-
an samanburð, að meta siðferðisorku þjóð-
arinnar. J. J.
Jón II. Þorbergsson:
Ura liirðing sauðfjár.
Rvik 1912
Jón Þorbergsson er fjárræktarmaður, al-
inn upp í Reykjadal i Suður-Þingeyjarsýslu.
Síðan hetir hann dvalið alllengi í Noregi
og Skotlandi til að kynnast sauðfjárhirð-
ing erlendra bænda. Þótti honum meira
kveða að Skotum í þeirri grein.
Síðan Jón kom heirn, hefir hann farið
á vetrum um landið, kynt sér ástæður
okkar og ástand fjárræktarinnar i land-
inu. Að vori komandi mun hann hafa
lokið þessari hringterð. Nú hefir hann rit-
að lítinn bækling um sauðfjárhirðing, og
drepur þar á fjöldamargt, sem betur mætti
fara. Engan sveitamann mundi iðra, að
fá sér ritið. T ,
Sköglendið,
Fyrsta og nauðsynlegasta verkinu við
það er nú lokið, það er girt.
Girðingin er sjöstrengdur gaddavír alla
leiðina og þó meira, því víða þurfti að
girða undir sakir þess, hve afar mishæðótt
landið er, og strengirnir 12 þar sem flest-
ir eru.
Efnið er fengið frá Englandi og er hið
vandaðasta, vírinn algengur en stólparnir
vandaðri en venja er til, kostuðu á þriðju
krónu hver. — Guðm. Davíðsson girti með
aðstoð tveggja manna, og mun það sann-
ast, að þar er vel gengið frá verki.
Kostar girðingin uppkomin (732 faðmar)
1108 kr. 77 aura, og er kostnaðurinn þessi
sundurliðaður;