Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1912, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1912, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI kvæmd og fá menn til að tryggja líf sitt, þá vérsnar sagan. „Eg hefi ekki efni á ])ví“. — „Ég get það ekki nú sem stend- ur, en seinna má vera að ég geri ]iað“. — Ég er hraustur eins og hestur og þarf þess ekki“. Slik svör fá þeir, sem vekja máls á því við menn að tryggja lif sitt. En oftast nær munu allar ástæðurnar vera lítils virði. — Maður sem tryggir líf sitt áðar en hann verður hálfþrítugur (18—25 ára) þarf ekki að borga meira en 13—20 kr. árlega af 1000 kr. tryggingarupphæð, og munu flestir heilbrigðir menn á þeim aldri geta borgað það; þess eru a. m. k. mörg dæmi, að unglingar eyða svo miklu í tóbak eða annað, sem þeir geta vel án verið, og heyrast aldrei kvarta um pen- ingaskort. Væri því fé varið til Iíftrygg- inga, sem á þann átt fer út úr landinu okkar, mundi þjóðareignin vaxa um mil- jónir króna á fáum mannsöldrum. Þeir sem vilja fresta því að tryggja líf sitt gæta þess ekki, að enginn veit æfi sína fyrr en öll er, og þess getur orðið Iangt að bíða að ástæður þeirra batni svo að þeir telji sig geta keypt trygginguna. Gæti svo farið að það væri um seinan. Auk þess vaxa ársgjöldin eftir því sem menn eru eldri þegar þeir tryggja sig, og verða því tilfinnanlegri. Þvi að þótt sá, sem tryggir líf sitt tvítugur, borgi iðgjald í fleiri ár en annar, sem tryggir sig fertugur, getur svo farið, að hinn fyrnefndi borgi minni upphæð að samanlögðu, ef báðir eru trygðir á sama hátt og ná háum aldri. Enn er þess að gæta, að hraustur mað- ur og heilbrigður getur af einhverjum orsökum dáið i blóma aldurs síns, — þess eru því miður of mörg dæmi — og getur því enginn talið sér óþarft að tryggja líf sitt. Og þó að líftrygður maður verði allra manna elstur, þarf hann aldrei að iðrast þess að hafa tryggt sig, ef hann hefir gert það á hyggilegan hátt og f öruggu félagi. Líftryggingar eru mjög margvíslegar. Má nefna tryggingu með æfilöngum ið- gjöldum og útborgun við dauða hins trygða; tryggingu með iðgjöldum um óákveðinn tíma og útborgum við dauða; tryggingu með útborgun við ákveðið aldurstakmark („höfuðstólstryggingu“) o. s. frv. Hefir hver aðferð sína kosti; hin fyrsttalda hef- ir lægst iðgjöld; önnur er þægileg að því Ieyti að með henni losnar hinn trygði maður við iðgjöldin þegar hann fer að eldast og lýjast; og hin þriðja og siðasta veitir hinum trygða sjálfum féð ef hann nær ákveðnum aldri; er hún því einskon- ar ellistyrkur; en þessar tvær síðartöldu aðferðir hafa nokkuð hærri árgjöld en hin fyrsta. Enn má geta þess, að ýms tryggingar- félög, t. d. „Dan“, veita bindindismönnum hlunnindi sem öðrum eru eigi veitt (hærri uppbót [Bonus]) og munu félagar í U. M. F. I. geta notið þeirra. — Eg tel eigi ástæðu til að fjölyrða meir um þetta mál að sinni. Ungmennafélög- um er innar handar að aíla sér fræðslu um það, og það ættu frömuðir félaganna að gera. Málið er þarft og gott, og ung- mennafélagar eru flestir á þeim aldri sem hagkvæmast er að líftryggja sig á. — Geti félögin fjölgað líftryggingum, og rutt sjúkra- samlögum braut, þá er vel farið; og þau geta hvorttveggja, ef viljinn er góður. Æskilegt er, að einhver af hagfræðing- um vorum riti ítarlega og vekjandi grein um tíftryggingar í eitthvert fjöllesið blað- eða tímarit; má vænta góðs árangurs af þvi'. Sigurður Vigfússon. Bókafregn. Ingibjörg Ólafsson: Sið- ferðisástaudið á Islandi. Rvík 1912. Verð 25 au. Höfundur þessa kvers hefir nú um nokk- ur ár veitt forstöðu kristilegu félagi ungra kvenna í Reykjavík; og áður en hún kom hingað, hafði hún starfað lengi í samskonar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.