Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1912, Page 7

Skinfaxi - 01.07.1912, Page 7
SKINFAXI 55 sér alla Ieið í Hofsjökul. Þegar austar dregur er Mosfell og Hestfjall og í fjarska Helda, Þríhyrningur og Eyjafjallajökull. — Litir, lögun og lega þessara fjalla er þann- ig, að ólíklegt er að náttúrunni hafi ann- arstaðar tekist öllu betur upp. Og þó er ein sýnin enn, það eru Vestmannaeyjar sem hyllir undir úti á hafi. Innan þessa fjallahrings skiftast svo á hólar og lægðir, hálsar og slétlur, ár og vötn. Hæðirnar smáminkandi norðan frá fjöllunum, en undirlendi síðan óslitið til sjávar. Tvær ár mætast þarna í miðrj sveit, það er Hvítá sem einu sinni var Gullfoss, og Sogið sem áður var Þingvalla- vatn. Eftir að þær mætast, heita þær Ölfusá. Álítavatn heitir allstórt vatn sem blasir við og er afareinkennilegt, Sogið rennur sem sé í röndinni á því. I vatninu eru hólmar. Eftir að hafa virt fyrir mér heildarfeg- urðina varð mér gengið yfir Sogsbrúna, yfir í Öndverðarnesskóginn. Náttúran og mennirnir höfðu hjálpast að að gii-ða fegursta hluta hans. Náttúr- an með Soginu og Álftavatni, en mennirn- ir með gaddavír. Það er lítilþægð Islendinga sem kallar þetta skóg, eða öllu heldur fornleyfar. — Þeir hafa verndað málið sitt hetur en skóg- inn. En þó þetta sé að eins kjarr, þá er því þó fegurð og hlýleiki samfara, meiri en blásnu og beru móunum sem svo mikið er af í hverri sveit, og þarna í dældunum og dölunum, hálsunum og hólunum sem hraunið myndaði og tíminn hefir þakið jarðlagi, má heita sönn prýði að því. En upp úr kjarrinu gnæfa við himin tvö tré, fögur eins og tré geta verið, upp- hrópun um það, hvað geti þrifist i íslenskri mold — eins og stórmenni sem gnæfa yfir fjöldann. Og þarna finnur maður til hinn- ar sönnu íslenzku náttúru, eins og hún hefir verið — og eins og hún ætlar að verða. Sjálfur búfénaðurinn hefir fundið köllun hjá sér til að gera undantekningar, þó mennirnir gerðu það ekki, og skilja eftir sönnun handa þeim hinum mörgu, sem ekki geta trúað á frjómagn landsins síns. — Islenzk náttúra hefir auðsjáanlega gert þessi tvö tré að erindrekum sinum, sent þau með hoð til framtíðarinnar um forna fegurð landsins, og nú eru líkur til að þau geti farið að ljúka erindinu. Þau hafa talað þegjandi tungum það lengi, að mennirnir eru loks farnir að sannfærast, En þar með er þó ekki hlutverki þeirra Iokið. Þau eiga að lifa það að sjá marga, marga sina lika. fI [þróttir. Hátt fall. Svíinn Brandsten hefir steypt sér hæst til sunds svo sögur fari af, 91 fet. íþróttamót við Þjórsárbrú. Ungmennafélögin á Suðuilandsundirlend- inu hafa hundist samtökum um að koma á íþróttamóti við Þjórsárbrú árlega og hafa þau gjört sér þar íþróttavöll í því skyni. Er það hringbraut til hlaupa, glímuflötur og ræðustóll með sætaröðum hverjum upp af öðrum. Alt er þelta gert úr mold og síðan þakið grasavej-ði og er hið myndar- legasta. Mótið þetta ár átti sér stað 29. júní að viðstöddum 2 — 3 þúsundum manna. Und- arlega fáir höfðu þátttakendur leikjanna verið, og mega menn ekki láta smáörðug- leika hamla sér frá íþróttaiðkunum í tóm- stundum, og því síður níð þeirra manna um gildi íþróttanna, sem aldrei hafa nent eða megnað að hreyfa hönd eða föt til drengilegra leika. Glímuskjöld mótsins vann Páll Júijíus- son frá Stokkseyri, feldi alla. Skúli Ágústs- son í Birtingaholti stökk hæzt, og j-ann 100 stiku skeið á skemstum tínja, en Guðm. Eiríksson frá Fjalli á Skeiðum 800 stiku skeiðið. Vonandi fjölgar íþróttamönnuin til næsta móts.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.