Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1912, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1912, Blaðsíða 4
52 SKINFAXI SKINFAXI — mánaðarrit U. M. F. í. — kemur út i Reykjavik og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólavöröustig 35. Afgreióslumaður: Björn Þórhallsson Laufási. Ritnelnd: Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Tr. Þórhullsson. Girðingarefni.................kr. 726,04 Farmgjald......................— 47,83 Flutningskostnaður frá Rvík. — 125,00 Vinnulaun o. fl................— 32,10 Kr. 1108,77 Féð til girðingarinnar er svona undir- komið: Frá Sunnlendingafjórðungi . kr. 420,00 — Austfirðingafjórðungi. . — 35,00 Lán..........................— 600,00 Ur sambandssjóði .... — 46,77 Seldur efnisafgangur (gadda- vírsrúlla)................— 7,00 Kr. 1108,77 Rífur helmingur fjárins er, eins og menn sjá, tekinn að láni. Er það gert í von um að fjórðungarnir endurborgi það sem þarf, þar til næsta sambandsþing sér því öðru- vísi borgið. Lánið er fengið í Landsbank- anum með sjálfskuldarábyrgð nokkurra Ungmennafélaga. Þó er þetta ekki allskostar rétt, að kostn- aðurinn sé þessi, því Guðm. gerði meira en að girða, hann grisjaði dálítið og „stakk upp“ 30 faðma svæði, en það á að verða græðireitur, vann að þessu eina vikuna, eða svo. Þetta, sem nú hefir verið gert, er að eins byrjunin, Ungmennafélögin eiga þarna mik- ið og hugljúft verk fyrir höndum, að grisja og planta nýjum trjátegundum, safna fræi og nýgræðingi og senda um sem flestar bygðir Iands. Annars hefir Guðm.Davíðs- son heitið að skrifa í Skinfaxa um landið og framtíð þess. G. M. Skógrækt. Skamt fyrir innan innsta bæ í Fljótshlíðr Fljótsdal, rennur á sem heitir Marðará. Er hún mjög niðurskorin. Á árbökkunum, einkum þeim vestri, vaxa skógarhríslur. Fyrir 2 árum urðu unglingar sem sátu yfir sauðfé, varir við skógarplöntu litla og unga nokkuð fyrir vestan árbakkann og sögðu pabba sínum frá. Varð þetta til þess að bóndinn þar, hr. Ulfar Jónsson girti af svæði nokkurt meðfram ánni, með þeirri hugmynd að þar mundi vaxa skóg- ur af sjálfu sér. Og þetta ætlar heldur ekki að bregðast. Nú, eftir 2 ár, er þetta afgirta svæði alþakið ungviði og eftir nokk- ur ár verður kominn þarna fallegur skóg- ur, og má þá stækka skógarsvæðið áfram eftir því sem vill. Sést á þessu dæmi hve afaráríðandi er að friða landið fyrir ágangi búfjár, þar sem skilyrði eru fyrir skóggróðri. Víðar í Fljótshlíð rnætti fara alveg eins að, því þar koma fjölda margar ár ofan úr fjallinu, og er skógarvottur á bökk- unum á mörgum þeirra. Nýlega mun hafa komið til tals að girða af svæði beggja megin Bleiksár fyrir vestan Barkarstaði,. og yrðu þau vafalaust eftir nokkur ár al- þakin skógi. Og girðingin er eini kostn- aðurinn og fyrirhöfnin við þessa skógrækt. Alt hitt kemur af sjálfu sér. Ætli þeir séu ekki nokkuð margir blettirnir á þessu landi, sem mætti klæða skógi á þenna hátt, að eins væri eftir þeim tekið, og þeir friðaðir. Þá er ekki síður ánægja og yndi að hafa skógivaxna garða heima við bæina. Ovíða, ef nokkursstaðar, munu þeir vera jafnstórir og fallegir eins og í Múlakoti i Fljótshlíð. Þar er tvíbýli, og hvorutveggju hjónin eiga stóra og fallega trjágarða fyrir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.