Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1912, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1912, Blaðsíða 6
54 SKINFAXI Kollafjarfiareyrum. Nú eru nýliðin þrjú ár síðan félas þetta var stofnað og síðan hafa piltarnir i félaginu æft ýmsar íþróttir eftir megni, en aldrei hafa þeir sýnt sig fyrri. Fjórtán voru þeir talsins piltarnir, sem þátt tóku í þessari Sýningu, og allir úr Afturelding. Mótið hófst með því, að kepp- endurnir gengu leikfimisklæddir í skrúð- göngu úr tjaldi — sem þeir skiftu fötum i — og fram á völlinn, og var íslenski fáninn borinn fyrir. Þar staðnæmdist fylk- ingin og söng sálminn nr. 646 i sálma- bókinni: „Ó, blessa guð vort feðrafrón“. Að þvi loknu setti Guðrún Björnsdóttir frá Grafarholti — er gegnir formannsstörfum um tima — mótið með nokkrum orðum. Þá söng söngflokkur fyrstu og síðustu vís- urnar þrjár úr kvæði Stgr. Thorsteinsson- ar „Sveitasæla“. Að því Ioknu hófst kapp- glíman; 6 tóku þátt i henni. Skarpastur varð Einar Björnsson frá Norður-Gröf — nú í Grafarholti — hafði 6 vinninga. Næst- ir honum voru Björnstj. Björnsson frá Grafarholti og Jóhannes Guðlaugsson frá Grafarholti höfðu 4 vinn. hvor. Næst voru 400 m. hlaup, 13 reyndu með sér og varð Einar Björnsson — sá sami og vann glím- urnar — þar fljótastur, rann skeiðið á 65 sek. Næstir honum voru Jóh. Guðl.son frá Grafarh. og Árni Gíslason frá Miðdal. A meðan piltarnir hvíldu sig, söng söng- flokkur. Þá kom hástökkið, 6 reyndu það, hæst stökk B. Björnsson frá Grafarh. l,62l/2 cm„ næst Jóh. Guðl.son sama bæ 152 cm. og svo Óskar Gíslason frá Miðdal 140— 150 cm. Langslökkið næst, reyndu það 11, lengst stukkn B. Björnsson frá Grafarh. og Jóh. Guðl.son s. bæ, varð naumast greint á milli þeírra, þó dæmdist Jóh. fremri, stökk 585 cm., B. B. gerði aukastökk, nærfim. hinir stakku allir eitthvað frá 400—500 cm. eða þar yfir. Því næst var 50 m. sund, 4reynduþað og varð Guðbjörn Gíslason frá Miðdal fljótastur, synti á 55 sek., Sveinn Árnason frá Alafossi næst, synti á 60 sek. Þegar þess er gætt, að allir þessir piltar stunda stritvinnu alla tíma ársius jafnt: fjárgæslu, smölun, skurðgrefti, sandmokstur, grjótvinnu o. m. fl. þess háttar, og geta aldrei æft sig nema stundum á sunnudög- um, og hafa þá engin áhöld, ekkert hús og erfiðar samgöngur, (á sýningunni t. d. voru öll stökk gerð af mjúkri grasgrund, og dróg það mikið úr stökkunum), þá verður mér að setja þá ofar en heimsmeist- arana á Olympsku leikjunum, því að eg veit að þeir hafa meira fyrir því. Utbýtt var verðlaunapeningum, sem vinna verður þrisvar, áður en þeir verða eign þeirra, sem vinna þá. Félagi. Islenzk náttúra. Austur við Sog. Þreytan hafði náð tökum á mér og hest- inum þegar þangað kom, eg veitti engu sérlega eftirtekt nema eina, það var Hekla. Eg hafði séð hana áður. en ekki þannig. Hestfjall bar nú á milli og huldi hana upp undir hvítu hekluna sem hún ber á herð- um, en það gerði hana svo undur fallega í mínum augum. En eg var orðinn of þreyttur til þess að geta notið þess sem fyrir augun bar. Dagleiðin var á enda. Beiddist gistingar og svaf til næsta dags. Engir dagar geta verið eins fagrir og sunnudagar. Og það var fagur snnnudag- ur þegar eg stóð úti á hlaði á Alviðru, efsta bænum í ölfusi, og leit eitt hið feg- ursta sem eg hefi séð, og óefað eina af fegurstu bygðum þessa lands. Fjöll eru á þrjá vegu, há og lá, marg- víslega löguð og í mismunandi fjarlægð. í vestri og næst manni Ingólfsfjall, þá Þingvallasveitarfjöllin í fjarska og hryggurinn ^em heldur utan að Þingvallavatni. I norðri Búrfell, Kálfatindar á Lingdalsheiði og nær manni Kershóll og Seyðishólar, en yfir þá i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.