Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 1
 S&ltvja: 8. BLAB REYXJAVÍK, ÁGÚST 1912. III. ÁB, Framtíðarmál. Ef við lítum yfir liðna daga Ungmenna- félaganna, og ef við erum dálítið kunnug, þá vitum við að þau hafa öll átt við ein- hverja örðugleika að stríða, og að sumum þeirra hafa þessir örðugleikar riðið að fullu. En um örðugleikana máttum við vita fyrir- fram, því til hvers bindast menn félagsskap eða samtökum annars en þess, að vinna það, sem of er erfitt einum. Og það eru engu síður örðugleikar á því að koma nýj- um og hollum hugsunum í framkvæmd, en að vinna bug á þvi sem veldur ógagni. Það er svo óendanlega margt, sem unga fólkið vildi geta gert, hugurinn ber það hálfa leið, og því eru uppástungurnar svo margar, og allar eða flestar hrúgast þær í Ungmennafélögin, þar er svo vítt milli veggja, stefnuskráin svo rúm. En sam- fara þessum ofurhug unga fólksins, þessu glegsta lífsmarki framþróunarinnar, er altaf meira og minna af erfðasyndum mann- kynsins — og ekki hvað sízt okkar íslend- inga — þróttleysinu í vilja og verki, að vera ákafur i upphafi en skeytingarlaus þegar fram í sækir og uppgefinn áður yfir lýkur. Þetta er einna algengasti örðugleik- inn. Örðugir staðhættir, efnaleysi og tíma- skortur eru þó í rauninni einu örðugleik- arnir, sem ekki verða taldir sjálfskapar- víti. fslendingar hafa lengi vitað að þeir eru bæði fátækir og fáir, en að því meira ríð- ur á, að þeir, bver um sig, verði að nýt- um mönnum, — og sennilega hafa þeir vitað það lengi, að uppeldið ræður mestu um það, hvað úr mönnunum verður, ekki eingöngu andlega uppeldið, heldur og einnig líkainsuppeldið. En svo kom að því, að æskumennirnir fóru að skilja þetta sjálfir, og þá urðu Ungmennafélögin til. Hinn sanni tilgangur Ungmennafélaganna er sá, að halda uppeldinu áfram, þó af barnsaldri sé komið, að stuðla að sjálfs- eflingu einstaklingsins andlega og líkam- lega — andlega í frjálsri, réttri og skipu- Iegri hugsun, og líkamlega í drengilegum leik og þörfu verki. Stuðla að aukinni ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálfum sér, landinu og þjóðinni og í einu orði sagt: betri íslendingum. Og í þessu skini rísa þau upp, hvert á fætur öðru, í öllum áttum. Hvort þeim tekst þetta í ríkum mæli, veit enginn ; und- anfarin reynsla gefur vonir um að þeim geti orðið ágengt, að eins ef þróttinn og úthaldið brestur ekki. Ymsir örðugleikar eru þegar yfirunnir. Upphaflega vissu þau ekki hvernig þau áttu að fara að, á hverju átti að byrja, en nú vita þau það. Þau vita að hugsanir og orðin ein er of lítið, að framkvæmdir þurfa að fylgja eftir, og það er þvi um líkams- uppeldið, sem alstaðar er hægt að leggja stund á með einhverju móti, skógræktina eitt hið allra fegursta og sjálfsagðasta verk sem ])jóðin á fyrir höndum, og islenzka fánann, þjóðernis og sjálfstæðismerkið, sem svo undarlega lítil ítök á enn þá með þjóðinni, sem þau hafa fylgt sér, til þess að að gera það sem þau geta. Þessi vel

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.