Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 3
SKINFAXI 59 2—5 stundir að mánuði liðnum, enda hjálp- aði sá fimti til. Prófarkir voru lesnar í matmálstímum með aðstoð sjötta mannsins og loks tóku Ungmennafélagsbókbindarar við og heftu ritið alt í hjáverkum. Skin- faxi lagði pappír til frá sér. Gróðinn af ritinu verður ekki eingöngu gagnsemin i skógrækt sem af því hlýst, og aukið gengi Skinfaxa, heldur og einhver peningagróði. En samhandið hefði ekki komið því út, ef ekki hefði verið hlaupið svona drengi- lega undir baggann. Gætum við komið sliku nauðsynjariti í verk árlega, yrði okkur það drjúgur liðsauki. En til þess að það geti orðið, verðum við að leggja dálítið á okkur fjárhagslega. Öll TJngmennafélög sambandsins, og einstalár félagar sem það gœtu, œttu að skjóta saman i liöfuðstól sem nœgði til að kosta fyrsta ritið, eða vel það, yrði það litið sem þyrfti að koma úr hverj- um stað, því 300 kr. vœri liœgt að kom- ast af rneð. Með hyggilegu fyrirkonnilagi og dugnaði, ætti svo hvert ritið að geta fætt annað af sér. Og engar tálvonir þyrftu það að verða, að næði þetta fram að ganga, yrði það til þess, að Skinfaxa yxi svo fiskur um hrygg að hann ætti hægra með að færa út kviarnar. Því að sjálf- sögðu yrðu ritin látin fylgja honum ókeypis til skilvísra kaupenda hans. Ef Ungmennafélagar bregða við, og safna i þenna sjóð, — peningana má senda sam- bandsstjóra og kvittar hann fyrir í Skin- faxa — verður næsta ritið um heimilisiðnað samið af Láru I. Lárusdóttur, og kæmi út á næsta hausti. (?. M. Skógrræktarstjórinn hefir skrifað Ungmennafélögunum i einu ágústblaði Lögréttu, Austra og Norðurlands, sem Skinfaxi minnir Ungmennafélögin á að lesa. Annars mun frekari vitneskja um það sem þar um ræðir birt í næsta blaði. Lífsábyrgðir eftir A. J. Johnson. Þær hafa verið mér áhugaefni siðan vorið 1905 að ég kom til Ameríku. Eg var ekki húinn að vera nema örfáar vik- ur i landinu þegar eg mátti til að kaupa mér lífsábyrgð. Eg hafði ekki nokkurn frið fyrir umboðsmönnum lífsábyrgðar- félaganna fyr en ég hafði keypt mér lífsá- byrgð. Og þess iðrast eg aldrei. Eg tel umboðsmennina einhverja þá allra bestu og þörfustu menn sem eg hefi mætt á lifsleiðinni, og þó hafa þeir aukið árleg útgjöld mín um 150 krónur á ári, og eg vona að þeir geri það betur bráðlega. En eg borga enga peninga með ljúfara geði en lífsábyrgðariðgjöldin, þvi eg hefi það á meðvitundinni, að þetta eru peningar sem eg er að leggja fyrir, safna, og að eg á þennan hált er að tryggja vandamönnum mínum ailríflega fjárhæð ef mín skyldi missa við, ef til vill þegar verst gengdi. Eg hefi oft, síðan ég kom heim vestan um haf, verið að hugsa um að rita um þetta nauðsynjamál í „Skinfaxa*. Það hefir þó altaf farist fyrir, en grein kunn- ingja míns, Sigurðar Vigfússonar, rumskaði við mér. Meðan eg var vestanhafs við blaðið „HeimskringhU i Winnipeg ritaði eg tals- vert um málið, og aflaði mér þá upplýs- inga og þekkingar á því þar í landi. Amerika er eins og kunnugt er, eitt allra auðugasta, framsóknarmesta og voldugasta Iand heimsins. Og hún er líka sennilegast Iangmesta lífsábyrgðarland heimsins. Og það er engum vafa bundið, að lífsáhyrgð- irnar hafa þar mjög hjálpað til efnalegrar velgengni, einkum þó meðal alþýðunnar. Þar sem eg var kunnugur í Ameríku, — ogsvomun vera alstaðar þar — var mikill meiri hluti af öllu fólki, konum jafnt sem körlum, líftryggt. Það mátti næstum heita

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.