Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 4
60 SKINFAXI SKINFAXI — mánaðarrit U. M F. 1. — kemur út i Reylijavlk og kostar' 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólavöröustig 35. Afgreiðslumaður: Björn Þórhallsson Lauf&si. Ritneind: Agúst Jósefsson, Guðbrondur Magnússon, Tr. Þórhnllsson. g-YT—rrr-r-r r":L--=r- '—-— undantekning ef nokkur á verkfærum aldri hittist, sem ekki hafði lífsábyrgð. Og þess utan fjöldi bæði fyrir ofan og neðan það aldurstakmark. tslendingar vestan hafs hafa eigi síður en aðrir notið góðs af lífsábyrgðunum. Þær hafa í ótal tilfellum auðgað þá að miklum mun, og í öðrum beint bjargað þeim frá að þiggja hjálp af öðrum. Eigi allfáar íslenskar ekkjur vestanhafs hefðu orðið að biðja um hjálp handa sér og börnum sínum, ef þær hefðu ekki fengið háar lífsábyrgðir að mönnum sínum látn- um. En þær, Iífsábyrgðirnar, hafa ekki að eins bjargað þeim frá þessu, heldur einnig hjálpað til, að ala börnin vel upp, koma þeim vel til manns, og veita þeim góða mentun þegar á þau árin koma. Og i mörgum tilfellum var lífsábyrgð- unum jafnvel neylt uppá mennina, af um- boðsmönnunum. Svo skilningssljófir eru sumir menn, eða skeytingarlausir um þetta nauðsynjamál. En umboðsmennirnir reyndust þar sem oftar, þörfustu mennirnir sem töluðu til fólksins. Eða skyldu ekki ekkjurnar og börnin sem notið hafa góðs af starfi þeirra viðurkenna það. Mér eru altaf tvö dæmi, sem gerðust vestur í Winnipeg veturinn 1909 og snerta þetta mál, í fersku minni. Þau eru af tveimur ungum mönnum íslenskum, báð- um á besta aldri, lítið yfir tvítugt. Báðir voru einhleypir, voru vel gefnir og höfðu atvinnu. Annar fór mjög vel með fé sitt, og hafði keypt sér lífsábyrgð strax og hann kom til landsins. ílinn eyddi öllu sem hann aflaði jafn- óðum, og hugsaði ekkert nema um daginn og veginn. Báðir lögðust veikir um veturinn á sama tíma, lágu lengi á sjúkra- húsum — og dóu. Legan og útförin kost- aði um þúsund dollara. Lifsábyrgðarfé þess líftrygða borgaði alt og meira tilr svo vandamenn hans þurftu engan kostn- að að hafa, en kunningjar hins urðu að skjóta saman fé til að koma honum í jörðina. Dæmin skýra sig sjálf. En hvor þessara manna á fleiri ítök í hugum æskulýðs þessa lands? Það er gáta sem má til að ráða. Og eg veit að margir Ungmennafélagar vilja bæta, og vonandi tekst að bæta úr því sem hér er áfátt í þessu efni. í Ameríku starfa mörg þúsund félög. Sum eru bræðrafólög, en önnur ldutafölég. Mest allra lífsábyrgðarfélaga í heimi er „New York Life“ félagið. 1908 hafði það yfir miljón líftryggingar fyrir 2 biljónir og 6 miljónir dollara. Árlegar tekjur þess voru þá 103 miljónir og útgjöld um 50 milj. dollar. Eignir þess voru sama ár um 500 miljónir dollara. Og þetta risafélag er allaf að stækka hröðum fetum. I því er fast árlegt gjald, nál. 21 dollar af þúsund dollurum fyrir 25 ára gamlan mann. í bræðrafélögunum fara iðgjöldin eftir því hve margir deyja á árinu. Iðgjöldin eru borguð mánaðarlega, og og þegar fá dauðsföll eru, hlaupa úr 2—3 mánuðir ársins sem ekkert er borgað. Eg hefi lífsábyrgð i einu þessu félagi og á að borga 1 dollara 54 cents (ca. 5 kr. 69 au.) á mánuði af hverjum þús. dollurum (aldrei hærra) en undanfarin ár hafa æfinlega 3 mánuðir fallið úr og nú í ár 4, sem ekk- ert hefir þurft að borga. En 3 dollara þarf eg að greiða á ári þess utan í gjald

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.