Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 6
62 SKINFAXI Hvortveggja miðaði að pvi sama — að alþjóðarheiV. Það væru óneitanlega góð skifti, að skifta á árgjaldinu sem Bakkus hefir fengið frá Islendingum, fyrir lífsá- byrgðariðgjöld, Þau skifti mundu brátt koma í Ijós í efnalegri velmegun þjóðar- innar. Því þegar ein kynslóð væri undir lok liðin eftir að almennar lífsábyrgðir væru konmar á, þá hlytu þær að verða hyrningarsteinn undir jafnri efnalegri vel- megun fólksins. Annað er ómögulegt. Ef maður fram af manni tæki við h'fs- ábyrgðarfé eftir vandamenn, og skyldmenni, hlyli fjársöfnun að vaxa, og þó ekki hvað síst ef ómögulegt væri að eyða því á blót- stöllum Bakkusar. Sá er og einn kostur við lífsábyrgðir, að þær venja fólk á reglusemi. Ef ekki er staðið í skilum á gjalddaga, eða sem næst honum, er alt tapað, lífsábyrgðin sjálf, og öll iðgjöldin sem búið er að borga. Og hjá öllum þorra fólks mundi þeirpen- ingar er iðgjöldunum nema, ganga til eyðslu, fara í „súginn" sem stundum er kallað. Eu með iðgjaldaborgunum verða þeir að söfnunarsjóði sein tryggir efna- lega framtíð vina og vandamanna. Frh. Þættir frá Ólympíuleikunum. I. Leikirnir til forna. Það má ef til vill segja, að það sé að bera í bakkafullan lækinn, að fara að skrifa um Ólympíuleikana, því flest blöð hafa að meira eða minna leyti getið þeirra, það má vel vera að mönnum sé farið að Ieið- ast að heyra þá nefnda. En með þvi Skin- faxi vill ekki með öllu, láta þá afskifta- lausa, hefir ritstjórn hans beðið mig að minnast þeirra með nokkrum orðum. Það er svo stutt síðan Ólympíuleikarnir fóru að vera á dagskrá hjá okkur Islend- ingum, að það væri ekki óeðlilegt þó ein- hver héldi að þeir væri síðasta uppfynd- ing nútímans. Og það er heldur ekki svo langt síðan að þeir voru endurvaktir, og eru þeir nú að ýmsu leyti komnir lengra en hinir fornu en að ýmsu leyti Iíka styttra. Eg ætla nú fyrst að minnast lítið eitt á hina fornu Olympíuleiki sem Grikkland hefir þá ánægju að hafa komið á fót og viðhaldið í mörghundruð ár, þó þeir sjálfir viti reyndar ekki, hvenær þeir eru fyrst til orðnir, því saga hinna fyrstu Ólympíuleika er fallin í gleymsku. Menn vita ekki með vissu hver upphafs- maður þeirra er, sumar sagnir eigna þann heiður sjálfum Zeifi, eu aðrir ætla að Pelops og Herkúles séu stofnendurnir. Þó menn viti ekki hvenær hinir fyrstu Ólympíuleikir hafi haldnir verið, þá er það þó víst, að árið 900 f. Kr.b. voru þeir í miklurn hlóma; því það ár fékk Itítos konungur í Elís því til leiðar komið í sam- ræmi við stjórnandann í Spörtu, að Ólympíu- dagurinn skyldi vera almennur þjóðhá- tíðardagur fyrir alt Grikkland. Dag þenna mátti stríð í Grikklandi ekki eiga sér stað. Þó alt stæði í báli og brandi af ófriði dag- inn fyrir leikmótið, ríkti friður og ró yfir öllu daginn eftir. Umferð var leyfð um alla vegi að Ólympíudalnum og þung hegn- ing lá við, ef einhver dyrfðist að raska rónni. Þegar leið að leikmótinu voru blómumskreyttir boðberar sendir út um alt land að boða Grikki til Ólympíu, að keppa þar í hreysti, snarræði og fimleik. Frá þvi árið 776 f. Kr.b. og til 394 e. Kr.b. voru leikmót þessi haldin reglulega 4. hvert ár. Frá þessu tímabili eru jafn- vel til skrár yfir nöfn sigurvegaranna. Fyrir Grikki voru leikmót þessi meira en vanaleg íþróttamót nú á dögum; tímatal sitt miðuðu þeir jafnvel við Ólympíuleik- ana. Þessi 4 ár milli leikjanna kölluðust Ólympían(tímabil) og þegar eitthvað mark- vert kom fyrir, var sagt að það skeði þ. ár í þessari Olympíu (t. d. ef við færum eins að, hefði H. Hafstein orðið ráðherra í annað sinn á hinu 1. ári í 5. Ólympíu). Það var venja að leikmótið byrjaði um sumarsólstöðurnar, sem var síðast í júní

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.