Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 2
58 SKINFAXI völdu áhugamál Ungmennafélaganna eru besti styrkurinn þeirra, og svo lengi sem nokkurt táp er í æskulýð þessa lands, geta þau ekki liðið undir lok, svo rótgróin sann- indi ættu mönnum að vera, að með sam- vinnu og félagsskap, fá menn mestu áorkað. En er nú félögunum og sérstaklega sam- vinnunni fyrirkomið sem skyldi? Maður skyldi ætla það. Öll stund hefir verið lögð á að haga henni eftir stað- háttum. Annars er hverju félagi innan handar að breyta til í því efni eftir eigin geðþótta. Reynslan og heilbrigð skynsemi sanna það, að því er eins farið um samvinnu fé- laga og samvinnu einstaklinga. Þessvegna göngum við í samband, til þess þar að ráða ráðum okkar saman, sem viljum hið sama, til að læra hver af öðrum, vinna að sömu málunum á sama tíma og með sömu aðferðum, sækja kjark hvort til ann- ars, haldast í hendur um málin. Hin ytri samtengingarmerki eru svo félögin sjólf, fjórðungsstjórnirnar og sambandsstjórinn. Aðalatriðið í þessari keðju eru félögin sjálf, mest er undir þeim komið, og er ekkki ástæðulaust að láta þess getið, að þau verða að ábyrgjast sig sjálf. Og hver og einn, sem þátt á í félagsstofnun verður að finna til þeirrar ábyrgðar sem á honum hvilir um framtíð félagsins, og að það er til nið- urdreps góðum málstað að taka hann upp í bili, en fleygja honum óðar aftur, og aldrei ættu stjórnendur Ungmennafélaganna að ráða þvi að stofnuð yrðu félög eða hafa neinar klær úti um fjölgun þeirra. Þau þurfa öll að vera sprottin af innan- sveitaráhuga þeirra manna, sem sjálfir ætla að fórna kröftum fyrir þau og vinna þau áfram. Þá eru fjórðungssamböndin með fjórð- ungsþingunum, þau virðast ætla að reyn- ast vel, enda yrði hitt of dýrt, að félögin á öllu landinu þyrftu að koma á einn stað á ársfund. Og mun það fremur mann- anna sök en fyrirkomulagsins, ef þar er lát á góðri samvinnu. Sambandsstjórinn er síðan tengiliður fjórðungssambandanna, flytur mál í milli þeirra og fer með umboð sambandsins út á við, býr undir sambandsþing og sér um blaðið með völdum mönnum. Þó að þetta virðist all-margliðað, þá er það þó einfalt og auðskilið ef að er gáð, og fyrst um sinn, meðan efnin eru engin, getum við naumast komið þessu öðruvísi betur fyrir. Félögin eru aðal-uppistaðan í allri starf- semi sambandsins eins og sagt hefir verið en þó er afarmikið undir öðru komið, og það er blaðið. Og á veg þess verður að leggja alla ástundun. Það á að glæða áhug- ann, fræða um áhugamálin, hvetja til fram- kvæmda og halda mönnum við efnið. En það er enn þá langt of lítið, og getur ekki stækkað fyrir fátæktar sakir fyrst um sinn. En á þessu ári höfum við stigið spor á nýja braut og óefað í rétta átt, þar sem er útgáfa Skógræktarrilsins. Allar líkur eru til þess að það verði til verulegrar blessunar. Verulega ýtarlegum leiðbeining- um yrði aldrei komið að í litlu blaði um stærri áhugamálin, og er þetta því leiðin, að lóta Skinfaxa fylgja rit um eitthvert eitt þeirra órlega. Eg hafði ekki ætlað mér að segja sögu Skógræktarritsins, hvernig því varð komið út, en hún er svo falleg að húngeturorð- ið til uppörfunar um aðra Ungmennafélags- starfsemi. Höfundurinn, sem ber skógræktina svo drengilega fyrir brjósti, bauð Skinfaxa rit- gerð um skógrækt, en sem hefði orðið hon- um of löng. Þrengsli hans urðu því orsök til hugmyndarinnar um að gefa þetta út í sérstöku riti. Þegar það kom til tals samdi höf. ritgerðina um og jók að ýmsu. En þá urðu vonbrigði um fé sem ætlað var til bókarinnar, og ekkert hefði orði úr neinu, ef ekki hefðu fjórir Ungmennafélags- prentarar tekið sig til og fengið heimild til að mega vinna verkið í tómstundum. Var strax tekið til starfa að Ieyfinu fengnu, og verkinu lokið eftir daglega aukavinnu uro

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.