Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 8
64 SKINFAXl listaverkum Forngrikkja. Hefðu hinirgull- fögru líkamir íþróttamannsins ekki verið til fyrirmyndar, hefði hönd listamannsins nrðið erfiðara að gjöra hin dásamlegu líkneski af mannlegum líkama. En hádagur Olympíuleikanna leið und- ir lok og hefur legið lengi. En nú er svartasta nóttin liðin og aftur sést roða fyrir degi. Ný sól er upprunnin á Ólympíu- völlum og á hana minnist ég í næsta blaði. Iþrdttir. Islaudsglímau — árlega kappglíman um Islandsbeltið — átti sér stað á Iþróttavellinum 15. ágúst íið viðstöddu fjölmenni. Fólkið er all-sólg- ið í að sjá menn glírna, en glímumenn- irnir eru ekki eins fúsir á að sýna glímu sína, og þrátt fyrir alt sem gerst hefir á síðustu árum, verður mönnum á að geta þess til, að glímunni hafi hrakað. Hún er orðin að list, sem allir eru að verða hrædd- ir við, og færri þora að leggja stund á en skáldskap. Að þessu sinni voru þeir sjö sem keptu um glímukonungstignina, og flestir fyrir þrábeiðni. Gaman verður að lifa þegar öll konungstign verður jafn lítið eftirsótt. Sigurjón Pétursson vann þarna beltið í þriðja sinn, enda mun hann allra Islend- inga fræknastur íþróttamaður, þeirra er ekki hafa þær að atvinnu. En í öllum bænum, látum ekki kirkju- ferðir og bændaglímur leggjast niður. íslending'iisundið — þróttmesti kappleikurinn sem enn liefur verið komið á hér heima —, var háð frá Sundskálanum við Skerjafjörð 25. þ. m. Var þar og margt um mann. — Sundskeiðið er hálf röst og þetta í þriðja sinn að þreytt er. Fyrsta skiftið vann Stefán Ólafsson leikinn á 9 mín 45 sek., en B. G. Waage öðru sinni á 10 min. 10 s. Nú varð Erlingur Pálsson, sundkenn- ara, lang-hlutskarpastur, fór skeiðið á 9 mín og 6 sek. og hefir hann því synt alla þá af sér, er hingað til hafa kept um sundbikar íslands, enda mun hann nú langfremstur sundmaður hér um slóðir, þó eigi sé eldri en 16 ára. Við Erling keptu þeir Andrés Brynjólfs- son (11 m. 6 s.) og Erlendur Sigurðsson (11 m. 11 s.) þeir syntu bringusund en Erlingur hliðsund. Bágt er til þess að vita, að einir þrír menn skuli fást til að þreyta jafn-fagran Ieik og þenna, eða að vonleysi um sigur skuli hamla nokkrum frá því; svo marga sundfæra menn ættum við þó að eiga nú sem er komið. Og lítil bót er að þvi, þó að báðir fyr- verandi sundkóngarnir heiðruðu sundið með návist sinni. Hitt og þetta. StoUUIiólrasfiiriirnir komu heim úr frægðarför sinni af Ólympíuleikunum laust fyrir miðjan mán- uðinn. Var þeim fagnað vel, sem vera bar, sóttir á skipsfjöl undir íslenzka fánanum, enda höfðu þeir svarið sig í ætt til hans, er þeir „mótmæltu allir“ að lúta ofbeldi stórdanans er hann gerði lúalega-lævíslega tilraun til að níðast á þjóðernisrétti þeirra með ])ví að ælla þeim að ganga í hóp Dana við aðalskrúðgöngu og uppbaf leikanna, og fóru hvergi. Strax á öðrum degi sýndu þeir íslenska glímu á íþróttuvellinum, og fór hún eink- ar vel úr hendi. En að henni lokinni var þeim haldið veglegt fagnaðarsamsæti í íðnó, og má af því marka þakklætisskyldu manna, að það sátu 100 manns, þó eigi væri auglýst með meira en 8 stunda fyrir- vara. Samsætið stóð fram eftir nótt og lauk því með dansleik. Girðlng-arkostnaönrinn. Fyrir handvömm varð hún röng skýrsl- an um girðingarkostnaðinn á skóglendi Ungmennafélaganna, þó var aðalfjárhæðin rétt tilfærð. Sundurliðuð er hún þá þessi: 1. Girðingarefni .... kr. 726,04 2. Farmgjald................— 47,83 3. Akstur...................— 125,00 4. Vinnulaun o. fl. ... — 177,80 5. Vextir af lánum ... — 32,10 Samt. kr. 1108,77 Félagsprentsmiðj an.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.