Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1912, Blaðsíða 7
SKINFAXI 63 eða fyrst í júlí. Fyrst var Ólympíudagur- inn að eins 1, en síðan fjölgaSi svo íþrótt- um og keppendum að dagarnir urðu 5. Leikvellirnir, sem leikmótin fóru fram á, voru vandaðir mjög að öllum frágangi og útliti. Talað er um einn leikvöll „Stadion“ í Aþenu, sem ekki var úr lakara efni en marmara og sæti voru þar fyrir 60,000 manns. Leikmótið byrjaði með því, að allir kepp- eiidur fylktust inn á leikvöllinn og námu staðar fyrir altari Zeifs, þar var honum færð fórn. Þar voru ekki einungis íþrótta- mennirnir látnir vinna eið að því, að við- liafa engin svik í leikjunum, heldur og feður þeirra líka. Leikmótið var þannig opnað mjög há- tíðlega fyrsta daginn. Næstu 3 dagana fóru fram kappraunirnar í hinum ýmsu íþróttum, en síðasta daginn var mótinu sagt upp með mikilll viðhöfn og verðlaun- um úthlutað. Þessi verðlaun voru ekki neinir silfur- eða gullgripir eða peningar. Nei, um það var ekki verið að keppa, þeir voru að keppa um hreysti. Forngrikkir gerðu sig ekki ánægða með að vera mestir lista- og andans-atgjörfis- menn, þeir vildu líka vera mestir hreysti- menn. Plató segir þeirra einkunnarorð: „Þú skalt ekki eingöngu þroska sálina og heldur ekki eingöngu þroska líkamann. Heldur hvorttveggja jafnt, því þú þarft að verða allur hraustur“. Og það er það sem þessir menn keptu að. „Hraust sál í hraustum líkarna". Sigurlaunin vóru sett á höfuð vinnand- anum, það var krans, sem gerður var af lárviðargreinum, sem teknar voru af tré því, sem óx við musteri Zeifs og Herkúles hafði sáð til. Drengur fif heldri ættum, sem átti bæði föður og móður á lifi, var látinn skera greinarnar af með gullhníf. Að sigra á Ólympíuvöllunum þótti hinn mesti heiður, ekki einungis fyrir sigurveg- arann sjálfan, heldur og föður hans og fæðingarstað. Nafn hans var á hvers manns vörum og þegar heim kom var haldin stór veisla til heiðurs honum. í leikhúsunum var honum ætlað heiðurssæti og engin gjöld var hann látinn greiða til hins opinbera. Skáldin sungu honum lof- söngva, málarar og myndhöggvarar kept- ust um að skreyta stórhýsa og mustera- súlur með myndutn hans, o. s. frv. Að vinna sigur á Ólympíuvöllum þótti sá mesti heiður sem unt var að hljóta, eins og eftirfarandi saga bendir á: Diagoros frá Rhodosey, sem á sínum yngri árum hafði unnið lárviðarsveig á Olympíu- leikjum, fór með syni sina tvo til kapp- Ieika. Eftir að hafa sigrað báru þeir föð- ur sinn út úr mannfjöldanum, meðan fólkið trylt af gleðilátum stráði hlómum yfir hinn hamingjusama föður og hrópaði: „Dey Diagoros! dey, því nú getur þú ekki óskað þér neins betra í heiminum“. Og 'hinn aldraði faðir dó af gleði. Nú á dögum myndi okkur finnast nóg um öll þessi heiðursatlot, sem sigurveg- aranum voru í té Iátin, og ef til vill álíta að þessi leikmót yfirleilt svöruðu ekki kostnaði. En Grikkir voru nú á annari skoðun. Sigurvegaranum gátu þeir aldrei ofþakkað, hann var ímynd hreysti og styrkleika, hann var fyrirmynd æskumannanna, þvi þetta að sigra á Olympíuleikunum átti að vera, og var keppikefli hverrar sálar í landinu, af því leiddi að landsmenn lögðu allir stund á íþróttir og þjóðin varð sannkölluð hreystiþjóð. Þá er menn tóku að eldast og gálu ekki lengur kept á Olympíuvöllum, hættu þeir þó ekki að iðka íþróttir. Meðau andinn auðgaðist að einhverju, urðu þeir að efla líkaman einnig. Þeir töldu það skyldu sína, ekki einungis við sjálfan sig, heldur og þjóð sina, og er ekki ólíklegt að hin næma fegurðartilfinning þeirra hafi átt drjúgan þátt i þvi, þvi um leið og þeir urðu hraustir, varð líkami þeirra stæltur og fagur. Iiefðu Ólympíuleikarnir aldrei verið til, er tölu- vert vafasamt hvort við nú á döguni gætum dáðst jafn dásamlega að ýmsum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.