Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI við Danmörku og öll útlend vara, jafnvel sú, sem komin er úr fjarlægum heimsálf- um, er kölluð ,rdönsk“; menn ganga hér á „dönskum skórn", á „dönskum búningi11 o s frv. alveg eins og litla Danmörk fylti allan umheiminn. Skipaferðir okkar eru fyrst og frernst miðaðar við Danmörku. Peningalánin fáum við eingöngu í Dan- mörku. Af útlendum málum er danska langmest kend og lesin; hún er raunar hið eina útlent mál, sem hefir veruleg áhrif á hugsunarhátt okkar. A dönsku eru flestar skólabækur okkar, eftir að barna- skólum sleppir; á dönsku eru nær allar þær skáldsögur, sem ])]óðin les; á dönsku eru þær bækur útlendar, sem sjást í fór- um íslenskra bóksala. Á dönsku er kent „betri manna börnum" hér í Rvík. Til Danmerkur fara rétt að segja allir þeir Islendingar, sem leita sér fræðslu og menn- ingar erlendis. A afbakaðri dönsku tala ótrúlega margir íslendingar, þótt þeir séu hér heima. Á dönsku mæla sumar ís- lenskar hefðarkonur í íslenskum félögum, af því að fáeinar danskar konur kunna að vera í félaginu. Og þegar ellin færist yfir suma íslenska efnamenn, þá hverfa þeir til Danmerkur, til að geta lagt bein sín f danska mold. Eru þessi dönsku bönd heppileg? Yið ályktum fyrir okkur, ekki fyrir Dani Vel getum við játað, að margt þurfum við frá öðrum þjóðum að fá, og af þeim að læra. Og ef einhver ein þjóð framleiddi best all- an hugsanlegan varning, væri á undan öllum í allskonar menningu, þá gæti kom ið til ínála fyrir okkur að skifta við þá þjóð nær eingöngu. En nú er engin slík þjó.ð til f heiminum og allra síst Danir. Ef við erum skynsamir, eigum við að sækja hluti og hugmyndir lil þeirra, sem fremst standa og best vita í hverri grein. Danskir Verslun okkar við Dani er stór- ínilliliðir. óheppileg. Þeir eru búnaðar- þjóð og það erum við líka. Þeir skapa sjálfir lítið af þvf sem við þurfum, og þurfa lítils með af því, sem við framleið- um. Þeir flytja því inn mestan þann varning, sem þeir selja okkur, og út úr landinu, það sem við seljum þeim. Peninga þá, sem þeir lána okkur, fá þeir hjá Frökk- um og Englendingum, en leggja þungt milliliðsgjald bæði á varninginn og pen- ingana, sem við má búast. Dönsk Skipaferðir væru okkur hentastar sig-ling. við Hamborg og Liverpool. Þá gætum við fengið með hægustu móti þýskan og enskan iðnaðarvarning, ame- rískar kornvörur og komið söluvarningi okkar á heimsmarkaðinn. En Danir reyna með illu og góðu að bægja okkur frá þessum samböndum, sér í hag og okkur í skaða. Díinska sem °g margar aðrar þjóðir samkandsmál. nieð unga menningu, verðum að læra minst eitt útlent tungumál, til að tengjast andansböndum umheimsins. Þann- ig læra t. d, Japanar ensku. Með því fá þeir vald yfir einföldu og auðlærðu máli, móðurmáli 120 miljóna, máli, sem er stór- auðugt að ágætum skáldritum og eitt helsta vísindamál nútímans, máli, sem skilst um víða veröld. En við lærum dönsku, lang- ljótasta mál af öllum skyldum tungum, móð- urmál 2x/2 milj., mál, sem skilst að vísu nokkurnveginn á Norðurlöndum, en livergi annarstaðar. Erum við því í heimsvið- skiftunum lítið betur farnir þótt við kunn- nm dönskuna en með islenskuna eina. Og eins og von er til um slíkt kotungs- mál, er þar ekki um auðugan garð að gresja með fræðirit. Til eru vísindagrein- ar eins og t. d. félagsfræði og viðskifta- fræði, þar sem Danir hafa ekkert hugsað eða sagt, sem vert er að vita. Eitt af nauðsynjamálum okkar, allra helst ef við eruru sannfærðir, eins og þjóðin þykist vera, um skaðsemi danska valdsins, er að kasta dönskunni fyrir borð, og taka upp eitthvert af stórmálum heimsins fyrir sambandsmál.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.