Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI hana heim, brœða hana saman við það, sem gott er og heilbrigt í fari forfeðranna. Svóna fóru Japanar að, og svona fara þeir að, sem vita hvað þeir vilja, og berjast til að sigra. J. J. Bókafregn. Brynjúlfur Jónsson-, Sagii K’atans Ketilssonar og- Skáld-Rósu. Rvík 1912, Sig. Kristjánsson gaf út. Eitt hið besta kvæði, sem til er í ensk- urn bókmentum heitir „Sorgaróður ort- ur í kirkjugardiu. Skáldið reikar um milli leiða nafnlausra smælingja í afskekt- um grafreit. Hann sér í anda, undir mold og fúnum fjölum, fólkið, sem eitt sinn bjó á þessum stað; það ris upp í hugarheimi hans; hann sér daglegt líf þess, baráttu, sigra og ósigra, gleði og harm. En hér — i moldinni — hafa vegir þess endað, eins og vegir hinna, sem gæfan lék við og samtíðin beygði sig fyrir i auðmýkt og lotningu. Og skáldið spyr: Hvaðan kem- ur þessi mikli munur? Voru allir þessir menn, undir nafnlausu leiðunum, úrhrak og aumingjar? Eða liggja hér í gleymd- um gröfum útburðir mannkynsins, sálir gæddar innra auði, sem aldrei fengu not- ið sín, hjörtu, sem brunnu himneskum eldi, hendur, sem veifað gátu veldissprota, gimsteinar faldir í myrkrum niður á hafs- botni, ilmblóm gróin við eyðisanda, sem tilgangslaust fylla dauða auðnina ljúfri angan? Hann veit hvað gerir muninn. Það er tœkifœrið. Sumir eru settir að arfi maunkynsins, menningunni, fengin Iiin réttu skilyrði, varðir og verndaðir, látnir þroskast, uns þeir skina í fullum Ijóma og lýsa samtíð og eftirtíð. En aðrir, jafn auðgir að meðfæddum gjöfum, eru bornir út, kastað í allsleysið, kuldann og myrkr- ið, þar sem eldurinn á að slokna. En þessar glóðir eru stundum undarlega lífseigar, einkanlega hér á landi; þær deyja ekki út nærri því æfinlega, þó ætla mætti þær gei’ðu það; og upp úr rústun- unx gjósa hér og þar kynlegir logar, þar sem enginn átti lífs eða birtu von. Og Brynjólfur frá MinnaNúpi er með þjóð okkar einskonar sjálfboðalæknir, sem gengur i útburðai-val Islendinga og leitar og grefur og finnur og bjargar mörgurn þessum gimsteinum, sem lágu faldir, þess- um blómum, sem anga við auðnina Og Natan og Rósa eru það allra seinasta, sem þessi gamli, spaki maður hefir fundið og gefið okkur. Sjálfsagt geta orðið skiftar skoðanir um, hvort þeirra Natans eða Rósu var meii’a fyrir sér eða meira ógæfubarn, því að bæði voru stór-gáfuð og stór-óhamingju- söm. Natan var fæddur til að vera fræði- maður, læknir og skáld. En hann var bláfátækur, missir föður sinn þegar hann er 8 ára, elst upp með ekkjunni, móður sinni, í sárri fátækt við lítinn kost og engin tækifæri til að nenxa það, sem hann þráði. En hann lærir samt, þrátt fyrir alt, verður djúpvitur maður jafnoki í ráð- um þeim, sem mest gátu af samtíðar- mönnunum, verður skáld, sem á orð sín enn á vörum þjóðarinnar, verður Iæknir, hæfari möi’gum þeim, sem meira höfðu lært. En kringum hann er aldrei hx-eint; þeg- ar við vögguna á hann lága og lílilsiglda óvini, sem Ijúga upp að hann sé hórharn, kalla hann heitinn eftir sjálfum fjandan- um og gefinn honum; meðan hann er unglingur kveður frændi hans urn hann níðbi-ag; varla er hann orðinn fulltíða, þegar hann er borinn ósönnum þjófnaðar- sögum; ofan á þetta bætast vonbrigði í ástum. Hvern undrar þá, þó beiskja sé og sái'sauki í lund yfirburðamannsins, sem svo er búið að. Því segir Natan: „Eg er þrotinn allskonar yndisnotum farsældar,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.