Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI Björn Jónsson: Stafsetn- iugarorðabók Rvík 1912. Nú er komið í mikið óefni hér á landi með stafsetning; ]>ar, einsog í stjórnmál- unum, er hver höndin upp á móti annari og skilur þá mest á, sem fróðastir þykj- ast um þessi mál. Er því svonkomið í ríki hókstafanna, að hver tekur sinn rétt og viðurkennir engin allsherjarlög í þessu efni. Annar ófögnuður breiðist nú út hröðum fetum, og spillir málinu. Það er, að tvö hljóð renna saman í framburðinum, þó að þau séu í raun og veru táknuð með tveimur bókstöfum. Þeir sem þannig tala, blanda stöðugt saman bókstöfunum er þeir rita. Þannig skrifa margir í höfuðstaðn- um og i grendinni meg f. mig, veta f. vita, sim f. sem, þissi f. þessi, uðuskil f. öðu- sltel, o. s. frv. eins og nœrri má geta, um þá sem villast á svo einföldum orðmynd- um. Margt hefir verið reynt til að ráða bót á ruglingi þessum, og hljóðvillum, en litil áhrif hefir það haft. Ein hin verulegasta tilraun til að koma á lögum og reglum í rithætti er ritsafn ]>að, sem fyrv. ráðherra, Björn Jónsson gaf út í þriðja sinn, skömmu fyrir andlát sitt. Eru þar talin yfir 2000 orð, þau sem helst er líklegt að almenn- ingur sé i vafa um, hvernig rita beri. Enn- fremur, eru sýndar mjög margar rangar orð- myndir, sem þó e algengar, og er mikil bót að því. Þessa bók ættu öll skólabörn að eiga og nota hana rækilega er þau skrifa. Með því móti geta þau fyr en ella ritað móð- urmálið sæmilega, og einkum losnað við að blanda saman e og i. Bókin er þarf- leg og þarf að komast inn á hvert einasta heimili. _________ j j Atliuglð. Nýir kaupendur Skinfaxa fá ó- keypis með blaðinu, er þeir hafa borgað árg., sérprentaða greinina „Nýu skólarnir ensku.“ Nýu skólarnir ensku. v. Hver nemandi hefir að jafnaði sitt eig- ið hei'bergi eða, ef fleiri búa saman, er farið eftir vali þeirra sjálfra; hver og einn prýðir og fegrar þetta litla herbergi eftir smekk og skaplyndi; eldri drengir hjálpa í valinu hinum yngri og nýkomnu. Snemma er risið úr rekkju, kl. 6 eða 7, eftir birtu og árstíð; þá taka við kenslu- stundir og likamsæfingar fram að hádegi. Gengur að minsta kosti þriðjungur tímans til allskonar íþrótta, úti og inni. Klukkan 1 er miðdegisverður; að honum afloknum er vinnct, annaðhvort einhverskonar smíð- ar eða útivinna, garðrækt, akuryrkja, trjá- plöntun eða byggingar; vinnan varir í tvo tíma. Stuttu eftir að henni er lokið safn- ast allur skólinn, yngri eða eldri, karlar og konur, heimamenn og gestir í megin- sal skólans, þann sem rúmbestur er og fegurstur. Þar er öllum borið te, eins og siður er til á þeim tíma dags í flestum heimilum landsins. Hvilast menn þar eft- ir erfiði dagsins, skeggræða urn daginn og veginn, blandast saman, kynnast, mýkjast og fágast við samveruna, láta ró og ör- yggi heimilisins breiðast yfir alla. Þann tíma dagsins, sem eftir er, notar hver og einn sem best hann getur til að vinna sjálfstætt og upp á eigin spýtur að þeim viðfangsefnum, sem hann hefir starfað að um daginn undir eftirliti eða umsjón kenn- aranna. Nú er að víkja að sjálfri kenslunni. Eins og áður er sýnt fram á, verja nýu skólarnir mun minni tíma til bóknáms, en titt er í venjulegum skólum. Af þessu mætti draga þá ályktun, að þar væri lika minna lcert og minni mentun veitt, held- ur en í gömlu skólunum. En það er öðru nær, og er ástæðan sú, að heilbrigði læri- sveinanna, og ágætar kensluaðferðir meir en bæta úr styttum tíma.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.