Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 Danskar Af málanáminu leiðir, að bókinentir. við sækjum mest bókmenta- vit okkar til Dana, ]jó það sé að fara í geitahús að leila ullar, því um langt skeið hafa þeir fátt eignast í skáldskap, sem nokkurs er virði, og er það að vonum um svo litla þjóð. En töluvert eiga þeír af leirskáldum, enda má sjá þess merki hér í eldhúsrómanaforða okkar, sem þjóð- in gleypir með miklum fjálgleik, En með þessum húsgangsskáldskap hefir borist Dönslc hingað danskur málblær og nokk- léttúð. uð af því heimska alvöruleysi, sem -einkennir Dani og brjóstmilkinga þeirra hina islensku. Svo mikil brögð eru að þessu, að Danir verða sér þess vegna oft til stórminkunar á þjóðamótum. A guð- fræðingastefnunni í Noregi í sumar, voru Danir hrein og bein fundarplága, síhlægj- andi í tíma og ótíma eins og illa vandir krakkar. Á sama tíma drógu Danir heilan her íþróttamanna til Olympiuleikjanna; þótti drykkjuskapur þeirra og slark þar úr hófi keyra, eftir því sem sjónarvottar segja frá; lógu þeir oft dauðadruknir kvöldið áður enn sýna skyldi, enda varð för þeirra hin versta. Enginn efi er á, að léttúð og heimskugáski Dana er að smeygja sér inn á Islandi, helst þó í höf- uðstað okkar. Þar hefir t. d. einn slíkur maður unnið sér lítilsháttar ritfrægð með þvi að stæla rithátt Ekstrablaðsins og annara danskra skrílblaða. Námsferöir Þá kem e6 að Jiví sem einna til mestu máli skiftir, og ekki Daumerkur. vergur ra]ug hér til hlítar, en það eru námsferðir Islendinga tíl Dan- mer'kur. Þær hafa leitt óbeinlínis af skipa- ferðum til Danmerkur, af þvi að nienn kunnu dönsku fremur en önnur mál; af því að íslenskir námsmenn hafa fengið styrk við háskólann og einstakasinnum endranær, af því að menn hér heima þektu helst til þess lands og höfðu þar sambönd, af því að fremur er ódýrara að lifa í Danmörku en í stórlöndunum og ef til vill fleiri ástæðum, sem leiddu af sambandi landanna. Ókostirnir við þetta danska nám eru verulegir. Danir eru í sárafáum greinum á undan, svo sem líka er von til. Þess vegna eru þeir ekki bestu meistarar sem fengist gætu. Þeir hafa ekki vísindalega yfirburði Þjóðverja, ekki skarpskygni eða listasmekk Frakka, ekki viljastyrk eða hag- sýni Englendinga. Þá hafa Danir í við- bót þann verulega galla fyrir okkur, að þeir hafa orðið að vera fótaþurka sér stærri þjóða; er þeim því gleðiað vitaeinhverja sér minni og geta látið þá kenna aflsmunar. Þannig eru Danir því að jafnaði fullir hroka og gorgeirs í garð Islendinga; verð- ur stjórnmálaþrasið og gamlar glæðar til þess að auka þann eld. Fer því svo, að íslendingar i Danmörku hafa sem minst samneyti við Dani og unna þeim lítt, þótt þeir vitaskuld verði fyrir áhrifum sjálfrótt og ósjálfrátt. Raunar eru Danir fremur hæglyndir og samvinnuþíðir yfirleitt, við alla nema Islendinga. En það er nóg sem nóg er; þeir eru af þessum or- sökuin allra þjóða verst fallnir til að vera meistarar komandi kynslóða, ef við ósk- nm þeim meira gengis og gæfu, en for- feðrunum, sem urðu að drekka úr danska hófsporinu, Niðurlag-. Við látumst vilja vera sjólfstæðir og frjálsir en bindumst þó hjá Dönum óhagstæðri verslun og fjárskiftum, lærurn kotungslegt mál þeirra, lesum léttúðarfullan og fánýt- an skáldskap þeirra, og lærum af þeim, þó þeir sýni okkur fulla fyrirlitningu, bæði í orði og verki. Við þurfum útlend áhrif, holl og styrkj- andi; við þurfum að fá áhrif og kunnáttu frá þeim sem best kunna, og færastir eru í hverri grein, frá Dönum líka, ef þeir kunna eitthvað betur en aðrir. Við þurf- um að fá framgjarna unglinga, konur og karla, til að dreifa sér um öll hin helstu mentalönd álfunnar, vinna þar, læra, láta framandi menningu koma yfir sig, flytja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.