Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 Meginregla nýu skólanna er: að hafa alla kenslu, svo sem unt er, verklega, hlut- kenda, ad lœra með þvi að liafa lilut- ina handa milli, rannsaka þá, mœla, vega, bera þá saman, og mynda sér síð- an skoðun um þá að þessari athugun lokinni. Enn er þetta ekki nógu Ijóst. Til að skilja til fulls, hver munur er að læra af hlutunuifi sjólfum, eða af lýsingum, verður að taka dæmi. Hugsum okkur að margir menn, sem aldrei hafa séð Vatnsdal, kænm á fyrirlestur, þar sem sjónarvottur ætlaði að lýsa dalnum. Segjum ennfremur að mað- urinn væri vel máli farinn, skýr, hefði at- hugað dalinn vel og hugsað um efnið. Þrátt fyrir það mundi sú mynd sem áheyr- endurnir eignuðust, verða mörgum sinn- um daufari, eyðumeiri og bragðminni en, mynd þess, er séð hefði dalinn sjálfan, far- ið um grundirnar, róið á vatninu, klifrað um hlíðarnar, séð litbrigðin á hamrabeltun- um eða fram til heiðanna. Athugul sjálfs- rannsókn er hin besta móðir þekkingar- innar, ein fær til að gefa trausta undir- stöðu og veigamikla mynd af þeim hlutum; sem við viljum þekkja. Hinsvegar er bók- þekking án athugunar oftast lílils virði, eins og sýnir sagan um fræðimanninn úr Reykja- vík er reið upp á Þingvöll. Hann sér að veggur Almannagjár að vestan er furðu- lega hár, en austurbakkinn tiltölulega lág- ur og svo vellirnir austur eftir. Maðurinn hafði lært jarðfræði á bók og þóttist vita sínu viti. „Sjáið nú til“ mælti hann, „hér hefir hraunið komi að vestan og endað í þessum þverhnípta vegg“. En hitt, að þarna hefði stór landspilda sokkið, gat ekki þessu stofnlærða bæabarni dottið í bug; bókþekkingin varð minna en gagns- laus í fyrsta sinn, þegar átti að nota hana til að leysa úr ráðgátu veruleikans. Áskorun, Tóbaksbindindi breiðist nú óðum út og eykst fylgi. Meðal annars eru nú þrjú tóbaksbindindisfélög í undirbúningi í höf- uðstaðnum, og verða þau stofuuð ettir ný- árið. Ef þanuig heldur áfram, ber nauð- syn til, að félögin komi á innbyrðis sam- vinnu milli sín og það sem fyrst. I til- efni af þessu, leyfir Tóbaksbindindisflokkur U. M. F. Reykjavíkur sér að skora á alla tóbaksbindindisflokka og t.b.félög, að hefja bréfaviðskifti við sig. Og þá fyrst og fremst að senda utanáskrift sína; og jafn- framt fýsir okkur að heyra um helstu at- riði í lögum hlutaðeigandi flokka eða fé- laga, einkum þau, er snerta fyrirkomulag og stjórn. Bréf til Tóbuksbindindisflokks U. M. F. Reykjavíkur má senda til rit- stjóra Skinfaxa. Stjórnin. Hitt og þetta. Laugur róður. Ungur Svii, Herman Lantz. leggur þessa daga af stað i langferð. Hann vill róa frá Stokkhólmi til Bonibay á lndlandi. Hann ætlar fyrst til Helsingfors og Pét- ursborgar. Þá eftir Neva og Volga til Nov- gorod; þar hefir hann vetursetu. Að vori fer hann niður Volgu til Karpiskahafsins, kemst þaðan að upptökum Eufrat, eftir því fljóti til sjáfar og síðan til Bombay. Hann býst við að verða 2 ór ó leiðinni. Banki nokkur í Stokkhólmi og Dr. Sven Hedin styrkja manninn til ferðarinnar. Borg-firðiugar og sambaudið. Það hefir farið milli mála, þar sem stóð í bréfi úr Borgarfirði í 9. blaði Skinfaxa, að raddir hefðu heyrst um að félögin þar segðu sig úr sambandi U. M. F. í. Þessu hefir enginn hreyft. En misskilningurinn sprottinn af því að til orða kom á fund- inum á Hvítárbakka, livort ekki mundi hagkvæmara að skifta sunnlendingafjórð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.