Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI fjórðungi þannig, að félögin norðan Skarðs- heiðar yrðu sér í sambandi, og að yfirleitt kæmu áttungssambönd i stað fjórðungs- sambanda. Eitas'ófnunin. Áður kvittað fyrir R7 kr. Síðan hafa bæst við 25 kr. frá U. M. F. Iðunni, 3 kr. frá U. M. F. Drífanda og 5 kr. frá U. M. F. Skjaldborg í Meðallandi. Sam- tals 70 kr. Kunnugt er um nokkur félög sem eru að safna. Yert að gera pað sem gera á í snerpunni. SKINFAXI — mánaðarrit U. M P í. — liemur út 1 Reykjavík og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RTTSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Magnússon Skólavörðustig 4 B. Ritnelnd: Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Tr. Þórlinllsson. Kappsund var háð á Akranesi sunnud. 20. október milli U. M. F. Akraness og U. M. F. „Hauks“ í Leirársveit. Það hófst kl. 3 e. h. og fór fram í Lambhússundi, er skerst inn í vestanvert nesið. Þatttakendur voru 11 alls; 5 Akurnes- ingar og 5 Leirsveitingar. Múgur manns hafði safnast saman niður við ströndina, til að horfa á sundmennina og auk Akurnesinga höfðu fjölmargir kom- ið úr nærsveitunum. Sundleiðin nam 50 stikum og synti einn í einu. Árni Böðvarsson úr flokki Leirsveitunga reyndist fljótastur. Að loknu sundinu komu menn saman í Báruhúsinu, og þar var sigurvegaranum ofhentur varðlauuapeningur. Þá voru ræð- ur fluttar og sungið, og á eftir ræðunum fóru fram leikir og dans. Þetta sundmót er nýung í sögu Akra- ness og nærsveitanna, og virðist vera dag- boði íþróttalífs þeirra í framtíðinni. Og eílaust verður það til að örva menn í fram- tíðinni gegn deyfðarfæddum hindurvitnum og fáfræðisvenjum, sem lengi hafa tak- markað útbreiðslu sundkunnáttunnar. 0 Sv. Nýárssundið. Þeir voru að eins 4 sundmennirnir, er þátt tóku í nýárssundinu að þessu sinni. Hlutskarpastur varð — eins og í fyrra — Erlinc/ur Pálsson. Hann svam 50 stikur á 384/6 sek. (í fyrra 37'/2 sek.) næstur varð Sig. Magnússon (444/0 sek.), þriðji Sigurjón Sigurðsson (47 sek.), fjórði Guðm. Kr. Guð- mundsson (494/5 sek.). Leiðrétting-. í „Skinfaxa“ — 10. tölubl. þessa árg. (1912) er sagt að U. M. F. Dagrenning hafi ekki sent skýrslu fyrir árið 1911 til fjórðungsstjórnarinnar. Ut af því vil eg taka fram, að skýrsla frá félaginu — ásamt fjórðungsskatt — var afhent fj'órðungsstjóra í janúarmánuði síð- astliðnum. Að félagið hafi ekki sent skýrslu er því rangt. í stjórn U. M. F. Dagrenning 23. nóv. 1912. Jón Ivarsson. Tilkynning fríi stjérn Sunnlending-afjórðung-s. Ný sambandsfélög: U. M. F. Baula, Mýrasýslu. „ „ „ Björn Hítdælakappi, Mýrasýslu. „ „ „ Garðurinn, Gullbringusýslu. „ „ „ Meðallands, Skaftafellss. Þessi félög hafa sent skýrslu osr skatt fyrir 1912: U. M. F. íslendingur. „ „ „ Stokkseyrai-. Skatt en eigi skýrslu: U. M. F. Drífandi. „ „ „ Samhvgð. Félagsprentsiniðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.