Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1913, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 elfum flotinn angistar, örvum skotinn bölvunar." Árásirnar, hatur og öfund blanda lífið galli. Sá, sem mennirnir hata, hatar og fyrirlítur ]iá, sem hvergi gefa honum griða- stað. Að því Iýtur þessi vísa: „Hrekkja spara má ei mergð. Manneskjan skal vera hver annarar hris og sverð, hún er bara til þess gerð.“ Þetta er honum bæði gaman og alvara, lífsskoðun hans að sumu leyti, mynduð undir svipuhöggum samtíðarinnar. Hann breytir þannig er haun fær sér hújörð með lágum brögðum, í ástamálum við Rósu, sem fyrirgaf, og Agnesi, sem tók líf lians fyrir heitrofin. En innan um hrögðin og grályndið er hann dáðadrengur, vægur og mildur við fátæka og auma en stórhrotinn og harðvítugur við þá voldugu, gjörólíkur þeim er sleikja tætur valdhafanna, en spyrna við öreiganum. En til hvers var Rósa fædd? Til ein- hvers hetra en þess, sem hún hlaut. Rósa var úr Eyjafirði, skarpgáfuð, ágætt skáld, afburða tignarleg, svo að tekið var til. Kornung kyntist hún ungum stúdent nokkrum, snyrtilegum álitum og tungu- mjúkum. Það var Páll Melsfeð, seinna amtmaður. Með þeim tókust ástir; samhliða lofast Páll dóttur amtmannsins á Möðruvöllum og giftist henni til fjár og valda. Á með- an fær hann Rósu til að standa fyrir búi sína austur á Héraði, og leynir hana giftingunni. Er hann til skiftis þar eða á Möðruvöllum og nýtur ásta beggja. Að lokum bjargar hann sér út úr vandræð- unum eins og sr. Hallór í Heiðarbýlinu og kastar Rósu i fang manns, sem hún hafði andstygð á. En hún giftist honum um- yrðalaust til að Idýðnast Páli og bjarga honum frá hneisu. Og þrátt fyrir alt elsk- ar hún Pál skilyrðislaust, tilbiður hann, færir alt ilt og ómannlegt í fari hans til hetra vegar. En nú er hruninn vonaheim- ur hennar, dýpsti strengurinn slitinn, sakleysinu spilt, og sá sem hafði rænt hana sæmd og hamingju, hefir kastað henni burtu með fyrirlitningu og kæruleysi eins og ryðguðu verkfæri, sem best er kom- ið í ruslakistunni. En Rósa var skáld, og meðan hana dreymdi Ijúfa ástardrauma, og seinna, þeg- ar hún mintist þeirra með sársauka i dap- urlegri vöku, ómuðu instu strengir þessar- ar viðkvæmu og göfugu konu. Þá urðu til nokkrar heitustu og tilfinningaþrungn- ustu vísurnar, sem til eru á málinu, t. d þessi: „Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og alt hvað er, aldrei skal eg gleyma þér.“ Þvílíkur skáldskapur minnir á Shake- speare, í afli tilfinninganna, í andagift, myndauðgi og formsnild. En í vökunni er þelta kveðið: „Augað snart er tárum tært. Trygð í partast mola. Mitt er hjarta sárum sært, svik er hart að þola.“ Eða þessi vísa sem allir kunna: „Langt er síðan sá eg hann.“ Eftir giftinguna er Rósa aldrei söm og fyr, ekki heldur í skáldskap; hún er brot- in og beygð, eins og sigraður her á und- anhaldi, sem tvístrast því meir og veikist, sem lengra dregur frá vígvellinum. Og þó — í einu er hún alt af sjálfri sér lík, í samkendinni, í hlýleikanum til annara, i hæfileikanum til að íyrirgefa, líka þeim mörgu,sem voru óvinir hennar. Og yfir einn þeirra, þann spiltasta og kærulausasta, bregður þessi mildi hennar afsakandi hlæ, þegar alt það prjál, sem hann mat mest, er týnt og gleymt, og menn muna ekkert um hann, nema að á hann skein, fullum Ijóma, vanhirtur gim- steinn íslensku ])jóðarinnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.