Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 1
2. BLAÐ REYKJAVÍK, FEBRÚAR. 1913. IV. ÁR Dagarnir iíða. Veiku hliðar Flestum.sem bera okkurlslend íslending-a. jnga saman við aðrar, svo nefnd- ar siðaðar þjóðir, kemur venjulega sam- an um, að við séum í öllu verulegu eftir- bátar þeirra. Mönnum verður þetta enn átakanlegra af því, að við erum veikastir í þeim þáttum menningarinnar, sem mest ber á. í verklegum greinum erum við í ílestum efnum á eftir. Söluvarningur okk- ar nýtur lítils trausts á heimsmarkaðinum. Samgöngufæri okkar eru gamaldags; Imsa- kynni víðast sára ófullkomin, þjóðarauður- inn lítill. tslenskau Þetta alt saman eru veiku hlið- Aýrgripur. ar okkar. En annarsstaðar er- um við sterkari, svo að til muna er. Ein hlið í fari okkar, einn þáttur í þjóðareign- inni, er ákaílega sterkur. Og það er ástand móðurmálsins í landinu, sérstak- Jega eins og það er í sveitunum. Bæamál og í nærfelt öllum mentalöndum sveitamál í . , x ,,.x öðrum skittir i tvo horn með malið. löudum. j bæunum talar „fyrirfólkið“ ríkt og fjölbreytilegt mál, það sem gert hefir verið að ritmáli og bókmáli í land- inu. Hinsvegar tala snauðari stéttirnar í bæunum, og nær alt fólk í sveitunum, ótal breytilegar mállýskur. Venjulega eru „ þær orðfáar, ná aðeins yíir algengustu hluti og hugmyndir hins allra fábreyti- legasta lifs. Meiri vöntun er þó í hljóð- hlænurn; þessar mállýskur eru einhvern- veginn svo sálarsnauðar, svo lítil mýkt og lilbreytni í orðunum og röddinni, allur blærinn svo ruddalegur, stundum dýrsleg- ur. Þannig er ástatt í öllum þeim lönd- um, sem kölluð eru lengst komin í sið- menningu. Tver rætiir Spilling bæamálsins íslenska uð spilling' er frá tveimur rótum runn- hæamiUsins. jn< Annarsvegar eru dönsku áhrifin, frá mörgum þeim, sem eitlhvað hafa verið á vegum Dana, og tala síðan dansk-íslenskan málhræring, sem aðrir líkja síðan eftir, af því að þeirn geðjast vel að útlenda bragðinu. Hinsvegar vex upp af íslenskum stofni í bæunum gjálíf og reynslu- laus kynslóð, sú sem flöktir iðjulaus um göturnar á daginn, en eyðir kvöldunum á dansleikjum eða í kvikmyndahúsum, þar sem þau eru. Þvílíkt fólk hefir hvorki tíma né löngun lil að lesa. Það kann ekki nema örlítinn hluta málsins, og jafn- vel þann litla hluta kann það illa, bland- ar saman ólíkum hljóðum; talar og ritar þannig hverja setningu, að augljós er fá- viska þess og sálarleysi. Vitaskuld eru auk þess margir í bæun- um, sem kunna vel móðurmálið og láta þess sjást vott í ræðu og riti. En fylking þeirra verður fyrir stöðugum árásum á báðar hendur, annarsvegar af danskhugs- andi flokknum, hinsvegar af þeim sem ekk- ert hugsa. r , ... Menn læra málið við að Areynslan móðir , x , . „ mála- nota það. ba sem hehr kunnáttunnar. S(',g margt, unnið margt, reynt margt, lesið og hugsað margt, get- ur ekki komist hjá að kunna og skilja aragrúa orða; þau hafa komið ósjálfrátt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.