Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 3
SKINFAXI 11 rikari þjóðir mœttu öfunda okkur af, auð, sem mun leiða þjóðina til ótrúlegs gengis, ef rétt er álialdið. J. J. Bréf frá Noregi eftir Jakob ó. Lárusson. Eiðsvöllum í nóv. 191SJ. Kæru vinir og félagar! Svo langt er nú liðið frá því, er ég «endi ykkur línu, að þið gætuð verið farn- ir að hugsa sem svo: „Nei, nú hefir Jakob alveg gleymt félagsskapnum. Nú er hann hættur að fylgjast með“. Á ég þó óþakkað ágætt bréf frá formanni okk- ar írá því í fyrra, sem ég auðvitað ætti að hafa þakkað fyrir langalöngu. Nú skal þó gera bragarbót og senda linu. En þið fyrirgefið dráttinn. Eg er kominn aftur yflr Atlansbaf Lagði ég af stað frá Nýu-Jórvík 26. sept. og korr til Kristjaníu 7. okt. Sama dag fór ég hingað norður með eimlest. Er þaö álíka vegalengd og frá Reykjavik til Eyr- arbakka. Var lestin hálfan annan klukku- tíma á leiðinni. Leiðin lá um þéttbygðar sveitir, sem meðal annars hafa skógana og járnbraut- ina fram yfir sveitirnar heima. Hvað land- ið verður blýlpgra þar sem skógurinn skýl- ir því! Island á enn mikið eftir að eign- ast, þar sem eru skógar og járnbrautir. Ég kom hingað til Eiðsvalla síðdegis í kyrru og hlýju bjartvirðri, og dvel hér um tveggja-þriggja mánaða tíma til þess að kynna mér fyrirkomulagið á næststærsta lýðháskóla Norðmanna. Skólinn er reist- ur 1908. Hann er því tiltölulega ungur, má heita afarstór en er samt oflítill. Svo mikii hefir aðsóknin verið. I honum eru nú á annað liundrað manns, piltar og stúlkur á aldrinum 16—24 ára. Frítt lið og frjálslegt. Skólinn stendur á mjög fögrum stað á hæð einni við Vermá, skamt þaðan, er hún rennur úr Mjörs. Hann er gerður í norskum stil. Skiðabrekkur eru hér í grendinni bæði margar og góð- ar, iþróttavöllur stór, og greni og birki- skógar í ásunum í kring. Skólinn er reistur hér meðfram vegna þess, að Eiðsvellir er frægur staður að fornu og nýu. Einhversstaðar hér i grendinni var hið forna Eiðsivaþing háð. Þar voru dómar dæmdir og lög sett, líkt og á Alþingi forna. Þar skifti Haraldur konungur hárfagri landinu milli sinna mörgu, óstýrilátu sona. Lá þá við sjálft, að hann, sem varið hafði lifi sínu til að sameina landslýðinn, ónýtti þannig sitt mikla æfistarf. Landið varð a. m. k. um hríð algerlega sundrungunni að bráð sökum þessarar óforsjálni hans. Eigi alllangt héðan er Eiðsvallahöllin, sem fræg er um allan Noreg. Hún er veglegt bús, reist einhverntíma um alda- niótin 1800. Frægð sína befir bún hlotið fyrir það, að þar var fyrsta þingið haldið eftir mörg hundruð ára ósjálfstæði og und- irlægjuskap. Þar voru, á því sama þingi grundvallarlög ríkisins gerð, og þar voru þau undirskrifuð 17. maí 1814. Þar get- ur enn að líta borð það, sem lögin voru undirskrifuð á, stól forsetans, stól kon- ungsefnis1), sem þar var þá staddur, bekki þingmannanna tjaldaða rauðu klæði, og marga tleiri merka hluti frá þeirn sögulegu tímum. Og reynt er að varðveita alt í höllinni einsog ]rað var þá. Á hundrað ára afrnæli hins norska ríkis 17. maí 1914, eiga aðalhátiðarhöldin að fara fram í þess- ari görnlu höll. Á prestsetrinu skarnt héðan ólst upp hið mikla skáld Henrik Wergeland. Hann er að minni hyggju sá norskra stórmenna, sem mest er elskaður, næst Björnsson. Llann hefir á æsknárum sinum gefið nöfn 1) Kristjáns Friðriks, er síður varð Danakon- ungur undir naf'ninu Kristján VIII.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.