Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 6
14 SKINFAXI snöggar, fallegar, hreifingar, eins og alls- staðar væri sami maðurinn. Þá gleymi eg ekki sundmönnunum, sem mér datt í hug að væru fæddir og upp- aldir í vatninu, svo fiinlega klufu þeir öld- urnar, sumir á bringunni, en aðrir á þrif- sundi eða skriðsundi. Eða að sjá þá steypa sér margar mann- hæðir. Þegar eg sá það í fyrsta sinni, bjóst eg ekki við að sjá manninn framar, hélt hann kæmi ekki upp að eilífu. En sú hugsun ríkti ekki lengi, því um Ieið og fæturnar hurfu niður í vatnið, skaut hann upp höfðinu, og hneigði sig fyrir lófaklapp- ið. Ójá, nokkurn spotta má hann Erling- ur synda ennþá, áður en hann nær þess- um sundgörpum, en vonum honum takist það. En hvað er það nú, sem hefir gert í- þróttamennina svona fróa? Upplagið á sjálfsagt sinn þótt í því, en aðallega mun það vera æfingin. Það var ekki í fyrsta sinni, að hann kastaði spjóti, sá, sem kastaði því yfir 60 stikur, og hann hefir borið stangarstcikk við fyr, sá, sem stökk 4 stikur. Þvílíkur vilji, — þvílíkt þol, sem þessir menn hafa haft. Það er mörg ár, sem afl og fimi er að verða svona samæfð. En það getur stundum verið fleira, sem hjálpar til. Mér dettur í hug, og finsl það jafnvel mjög eðlilegt, að jafnvel lands- lag og ýms iífskjör þjóðanna, hafi æði mikil óhrif á íþróttaiðkanin þeirra. Hvað er það, sem hefir gert Dani og Hollendinga að svo ágætum knattleiks- mönnum ? Er það ekki einmitt landslag- ið? Er ])að ekki einmitt flatneskjan, þessi einlægi knattleiksvöllur, sem skox-ar á þá? Jú, það þykir mér hi’eint ekki óliklegt. Og þegar einhver íþrótt er þannig iðkuð um land alt, þá koma afburðamennirnir, — snillingarnir, af sjálfu sér. Og er það ekki af einhverju svipuðu, með Ameríku- hlauparana, senx all.a hlaupa af sér? Er það eklci þjóðlífið, sem hefir áhrif á þá, ameríski hraðinn, sem ýtir á eftir? Þeim eru hlaupin eitthvað svo eðlileg, því að þeiiTa líf er einn sprettur. Og eitthvað líkt þessu fanst mér með margar aði’ar þjóðir. í sambandi við þetta var eg að hugsa um, hvaða íþrótt mundi helst við hæfi ís- lendinga. Mér datt í hug reipdráttur. Að halda í spottann og ganga aftur á bak, það gætu þeir hver um sig, — en að vera samtaka? Nei! það tækist þeim aldrei. Meðan svo afar fáir íslendingar leggja stund á íþróttii, er æði lítið útlit fyrir, að þeir í bráðina geti orðið afburðamenn í þeim. Og svo þegar þar ofan á bætist allir þeir örðugleikar, sem þessir fáu hafa við að glíma. Eg jheld að glímum alls- konar væru þeir líkastir að vinna í. Ef dæma skyldi eftir honum Sigurjóni, þá eru Islendingar glímumenn af guðs náð. Hann sem engan hefir haft til þess að æfa sig við hér, býður birginn þaul- æfðurn „brölturum“ úti í heiminum. En það dugar ekki að dæma eftir honum, Sigurjón er ekki á hverju strái. En eig- um við þá að leggja árar í bót, þó sig- urinn sé lítill? Nei, því fer fjarri. Því minni menn sem við erum, því lengra sem við erum á eftir öðrum, því meiri þörf er okkur á að iðka íþróttir með áhuga og alúð. Eg get ekki stilt mig um að minnast á þann dæmalausa misskilning, sem eg hefi svo þráfaldlega rekið mig á hjá leikbræðr- unx nu'num. Þessi kveljandi orð: „Það þýðir ekki fyrir mig að iðka íþróttir, eg get aldrei orðið neinn afburðamaður.11 Eu hvað gerir það til? Geta menn ekki skilið það, að því lingerðari sem þeir eru, því ólík- legri eru þeir til þess að verða afburða- menn. Því meiri þörf hafa ]>eir fyrir íþróttir. Og þá einmitt að leggja stund á þær íþróttir, sem fegurstar og hollastar eru. Það er ein íþrótt, sem eg vil sérstaklega vekja athygli manna á, það eru hlaup.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.