Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 5
SKINFAXI 13 horfa á. En ]jó var aldrei jafnmargt á- horfenda og Maraþonsdaginn. Aldrei fylgst meb af jafnmikilli eftirtekt, og aldrei dundi við jafn mikið lófaklapp og fagnaðaróp fyrir nokkrum sigurvegara eins og þeini, sem vann Marajjonshlaupið. Hann er konungur leikjanna. Hann fær stærsta lárviðarsveiginn. Hans þjóð mestan heið- urinn. En hvers vegna er það ekki fegursta eða hollasta íþróttin, sem vekur mesta eft- irtekt ? Hvers vegna er það ekki sund eða leikfimi í staðinn fyrir þetta hættulega hlaup> sem varir á þriðja klukkutíma, en áhorf' endur sjá aðeins í nokkrar sekúntur ? Það er nú einmitt vegna þess hve hættulegt það er, að „spenningur“ fólksins er mikill. Maraþonshlaupið er 402 rastir og að hlaupa það í 40 stiga hita, svo sem i sumar var gert, má heita teningskast um líf og dauða. Það er því ekki furða þó áhorfendurnir séu órólegir meðan á hlaup- inu stendur, þar sem sami maður getur vonast eftir vini sinum eða landa fyrstum á markið, en getur þó búist við að hann nái því aldrei. Hvílíkur mismunur! Á- horfendurnir sem á „Stadion“ eru, sjá með augunum aðeins þegar hlaupararnir fara af stað, og þegar þeir koma aftur. Hitt verða þeir að sjá í huganum, einn á hraðaferð, annan að gefast upp, þriðja verða veikan og þann fjórða detta niður dauðan. Sökum þess að Maraþonshlaupið hefir á hverjum Olympiuleik kostað manns- lif, hefir það komið til tals að það verði lagt niður. En með þvi mörgum mun finnast leikarnir svipminni eftir, hefir það mætt mótstöðu. Og svo lika hitt, að lægra mun verða í peningakistu leikmótsins ef svo færi, því Maraþonsdagurinn er stærsti tekjudagurinn. I sumar gaf hann tæp 90,000 krónur. Þar sem hitinn er hlaupur- unum hættulegastur, fer hlaupið eftirleiðis sennilega fram á nóttu. En þótt Maraþonshlaupið sé hættulegt og hlaupararnir illa útlitandi eftir það, var þó önnur íþrótt, sem mér var minna um, og aðrir keppendur, sem ver litu út. Það voru þeir, sem fóru í kringum Löginn á hjóli. En sú vegalengd er hér um bil 320 rastir. Það var ekki fögur sjón að sjá hjólamennina koma að markinu eftir 12 klukkutíma erfiði, últaugaða af þreytu, kengbogna með augun út úr höfðinu af áreynslunni. Þetta voru auðvitað alt þaul- æfðir hjólreiðamenn, en þau einkenni, sem sú iþrótt setur á manninn, þykir mér eig- inlega ekki fögur. í slíkri iþrótt ætti alls ekki að keppa á Olymíuleikjum, síst aðra eins vegalengd og þessa. Þá er og önnur íþrótt, sem að minu áliti mætti hverfa, en það er gríska-gliman, eins og hún nú er orðin, er hún beinlínis ljót, og þeir sem hafa iðkað hana i mörg ár þvi ljótari. Eða að hugsa sér þá fram- komu íþróttamanna í leik, eins og mér fmst íþróttirnar eiga altaf að vera. Að nota öll þau þrælabrögð, sem unt er að kalla leyfileg, já, lálum það vera, en þeg- ar þeir fara að reyna að brjóta mótstöðu- manninn, þá fæ eg alveg nóg. Þvílíkt nauta-at! Eg álít grísku-glímuna lítið betri en hnefaleika, en mun verri en lyftingar, sem þykja þó svo ruddalegar íþróttir, að Svíar létu í hvorugu keppa, og var það vel farið. En þið megið ekki halda að þær hafi verið ljótar eða stórhættulegar allar íþrótt- irnar á Olympiuleikjunum. Nei, því fer fjarri. Þær eru upptaldar. Hinar eru ílest- ar sannar íþróttir. íþróttir, sem fegra og stæla líkama þess sem iðkar þær, og eru fagrar á að sjá. Stendur þó leikfimin þeirra fremst. Mér fanst það beinlínis tilkomu- mikið að sjá tugi, já hundruð af hraust- um, unguin mönnum, alla eins búna, líka á hæð, og svo gulilállega vaxna, gera sömu æfinguna á sama augnabliki. Það var enginn fótur, engin hönd, sem lireifð- ist öðruvísi en önnur. Allstaðar mjúkar,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.