Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 2
10 SKINFAXI af því lífi, sem hann lifði. Og samfara því að Iifa svo margbreytilegu lífi, kemur sú fylling og sú göfgi í orðin og málblæ- inn, sem einkennir hvert mál, þegar það er vel talað. Töframeðal Un ^lva^ er I)a 1 bb íslenskr- islenska ar alþýðu, sem gefur okk- sveitalífsins. ur pessa yerulegu yfirburði? Menn munu varla trúa, að við eigum neitt slíkt töframeðal í sveitunum, einmitt þar sem æskunni þykir nú svo dauft og óvist- legt að vera. Og þó er það svo. Full- komin málþekking og máltilfinning kemur af fjölbreytilegu lífi. En hvað er svo þroskandi i sveilab'finu? Tökum algengt dæmi, einhverja þá tegund verka, sem einna minst þykir í varið, t. d. að vera smali. Til að vera smali í sveit ú íslandi, þarf býsna mikið vit. Smalinn er einn. Hann er einvaldur í ríki sínu. Hann verð- ur að rannsaka ýmsa hluii, bera saman, skera úr, framkvæma úkvörðun sina og bera ábyrgð á henni, ef illa fer. Hann verður að þekkja dalinn hátt og lágt, lág- lendið, mýrarnar og fjöllin, þekkja ár og gljúfur, vita hvar honum er fært, hvar kindunum, hvar hestunum, hvar kúnum er fært um að fara. Hann þekkir ýmis- konar lendi, og hvað best á við hverja skepnu, hann veit um sálarfræði dýranna ótrúlega mikið, án þess að vita um þekk- ing sína. Hann veit um veður og vinda, lærir að athuga loftið, hvort hætta sé á þoku eða regni. A haustin koma göngur, langar ferðir um óbygðirnar, þar sem menn finna til undarlega hressandi frelsis. Smala- drengurinn vex upp, fær fleiri og fleiri störf, þarf að vinna ótal breytileg verk, vet- ur, sumar, vorog haust. Æfi hans er þannig að hann verður að sjá margt, reyna margt, draga ályktanir, og mynda sér skoðanir. Þamfig er með fjölbreytilegri reynslu bygður upp margþáttaður maður, maður, sem hef- ir orðið að fást við svo mörg viðfangs- efni, að hann er orðinn vel vakandi, vill vita meira. Til að fullnægja þeirri þörf, leitar hann til bókanna, les og bræðir saman í sér tvo heima, hinn sýnilega og hugsaða heim. Frá þessum tveimur rót- um, vinnu, margbreyttri vinnu og íiugs- un er runninn þroski íslenskra sveita- manna, sá þroski, sem sjá má endurskin- inn i skuggsjá málsins. Erlcnt Um sveitalíf erlendis er víðast sveitalíf. hvar öðru máli að gegna. Þar sem landið er frjótt, er hver blettur dýr, og hver fjölskvlda verður að láta sér nægja með lítið Iand; oftast er þá hver alin ræktuð, sléttur akur eða garður, ekkert tún, engi, hagi, mýri, mór, hamar, heiði, gil, gljúfur, lækur, foss — ekkert af okk- ar viltu, margbreytilegu náttúru; og með þessu einhæfi er fótum kipt undan verulega mannlegri þroskun. Auk þess bætast þar víða við stöðug kúgun og leyfar gamallar áþjánar frá aðalsvaldinu, sem i mörgum löndum heíir gert alþýðuna í sveitunum að lítilsigldum, niðurbeygðum þjónum vold- ugu stéttanna. Yerndargripur ^eð þessum hætti er aug- íslendiuga. Ijóst, að við eigum í nátt- úru lands okkar og lífskjörum dýran vernd- argrip, sem hefir haldið okkur við á rauna- tímum þjóðarinnar. Þessi dýrgripur er breytileiki lifsstarfanna, sem neyðir fólk- ið til að vera viðbúið að yfirstíga margs- konar örðugleika, neyðir til að starfa að mörgu, hugsa um margt og geta margt. Nú sem stendureigum við afþessum orsök- um i sveitum landsins bæði likamlegaóveikl- aða kynslóð, svo sem erum sveitafólk í öðrum löndum, og hitt sem er veruleg undantekn- ing, vakandi, velþroskaða, andlegaheilbrigða menn,færa til að skilja aðstöðusína ogstýra undan sjóunum. Það hefir alþýðan ís- lenska getað furðuvel hingað til. En lífið verður æ samsettara, flóknara og vanda- samara með degi hverjum. Þó megum við gleðjast yfiir því að hafa, mitt í fá- tæktinni, nokkurn þann andans auð, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.