Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1913, Blaðsíða 8
16 SKINFAXI skógum þar sem fuglar byggja hreiður sin, fer hann og finnur, hvar sem er, ótalmargt, tindursamlega fallegt og tilbeiðsluvert, og það verður honum þannig, af því hann skilur nógu mikið til að vera hrifinn, og nógu lítið tii að finna, að inst inni í hverj- um hlut er óleysanlegur leyndardómur. Þannig er náttúrufræðin kend, að því viðbættu, að nær því hver hlutur sem er rannsakaður, er teiknaður eða mótaður í leir til að neyða nemendurna enn betur’Iil að greypa í sig hina ytri, sýnilegu mynd, sem greinir hann frá öðrum hlutum. Samt er ein grein náttúrufræðinnar ótalin enn, og þó sú sem mestu skiftir, sú um sjálfan manninn. Skynsamlega kend mannfræði stefnir að því, að sem allra flestir menn megi vaxa, lifa verða gaml- ir og langlifir í landinu, vera hraustir, verkafærir og hæfir til að njóta lífsins inn- an réttra takmarka meðan æfin endist. Til þess að geta lifað þannig, verður hver mað- ur að vita með sannindum um eðli og ástand líkamans, livað er holt og livað óholt. Og þetta er létt og framkvæman- legt. Mesti fjöldi manna veit nokkurnveg- inn sæmilega, hvað er rétt og rangt í þessu efni, en fáir fara eftir því. Fæða flestra inanna er ekki vitund sniðin eftir því, sem heilsufræðingar kenna að best sé, heldur eftir venju og tísku; sterkra drykkja, æs- -andi meðala, tóbaks í ýmsum myndum er neytt til engra hóta. Sól og loft eru byrgð úti úr húsum manna hér um hil eins og hægt er. Vatn er notað af skornum skamti. Skeytingarleysi með sjúkdóma og sóttnæmi er svo algengt, að mikill fjöldi þeirra manna, sem best ættu að vita um þessa hluti, lifa eins og þeir væru stokkar og steinar, er að ósekju mættu níðast á heilsu sinni og eftirkomendanna. Þekking þess- ara manna er þvi arðlítil eða arðlaus, en til að verða nothæf og gagnleg þarf annað að fylgja með. Það þarf að venja ung- lingana á að lifa réttilega, svo að heilsu og lífi sé borgið. Maðurinn er hálfur fl SKINFAXI — mánaöarrit U. M F í. — liemur ú! i Reylijavik og kostar 1 kr. árgangurinn, erienáis 1,50 kr. RJTSTJÓRI: Jóna8 Jnni8on frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Mai/nússon Skólavörðustig 4 B. Ritnetnd: Agúst Jósefsson, Guðbrsndur Magnússon, Tr. Þórliullsson. vani, og í raun og veru er jafnlétt að mynda góðan og hollan vana, eins og óvana; hvort heldur verður, er komið und- ir þeim mönnum, sem fordæminu valda á hverjum stað. Glímuferð til Rvíkur. í síðastliðnum desembermánuði fórum við nokkrir glímumenn frá Stokkseyri til Reykjavíkur til ]>ess þar að bera okkur saman við glímufélögin í Reykjavík um rétt lög fyrir íslenskri glímu. Ferð þessi gekk okkur í alia staði vel og höfðum við bæði gagn og gaman af henni. Viðtökun- um sem við fengum í Reykjavík verður naumast nógsamlega hrósað; allir vildu verða okkur til gagns og vinna að því, að för okkar yrði okkur sem háppa- drjúgust og skemtilegust. Einkum vildum við með þakklæti minnast þeirra glímu- kappanna Guðm. Kr. Guðmundssonar og Guðm Sigurjónssonar, sem háðir sýndu okkur mikinn hlýleik og studdu að því að för okkar næði tilgangi sínum. Þetta vonurn við að geti orðið öðrum þeim, sem fast við að æfa glímur, hvöt til þess að gera hið sama. Kostnaðurinn þarf ekki að vera mikill, ef vel er á hald- ið og þessi tími er fyrir flesta ódýrasti tími ársins. Ungu Islendingar! Látið nú ekki þessa fögru íþrótt, sem forfeðurnir hafa eftir látið ykkur í arf, „falla i gleymsku og dá“. Stokkseyri í desember 1912. Sæmundur Friðriksson. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.