Skinfaxi - 01.03.1913, Blaðsíða 1
3. BLAÐ
REYKJAVÍK, MARS. 1913.
IV. ÁR
Dagarnir líða.
Hægri liönd Flestir menn bera fremur fyr-
og vinstri. jr sjg hægri hönd en vinstri,
hvort sem er í vinnu eða leik. Þeim er
sú höndin tamari og verður það því meir,
sem þeir beita henni fyrir. Þó eru örvend-
ir menn undantekningar frá Jiessari reglu.
Þeim er vinstri hönd að sama skapi tam-
ari, sem rétthendum er bin hægri.
Þetta vita allir og eins hitt, að sú hönd-
in sem meira er beitt, er stærri og sterk-
ari en hin, og þar sem aflsmunurinn fer
undantekningarlaust eftir því, á hvora hend-
ina meira er reynt, þá er ekki meðfædd-
um mismun til að dreifa, heldur eingöngu
áreynslumun.
Áreynsla og Hér er aðeins dæmi tekið af
iöjuleysi. einu líffæri, en sömu lög gilda
alla lifandi líkami og félagsheildir. Það er
náttúrulögmál, sem kalla mætti lög d-
reynslu og iðjuleysis. Franskur maður-
Lamarck að nafni fann lögmál þetta fyrir
einni öld síðan, en b'til gaumur hefir því
verið gefinn fyr en á síðustu árum.
Samkvæmt lögum þessum er liverju líf-
færi og lifandi veru, sem starfar, vinnur,
reynir á sig, innan hæfilegra takmarka,
spáð þroska og langlifi að launum. En að
sama skapi eru laun iðuleysisins afturför,
úrkynjun og útdauði.
Maimleg lög og Varla er nema von, að
uáttúrulög. sumum löndum þætti ótrú-
legt, að svo mikil hegning gæti legið
við að brjóta nokkur lög. Þeim eru flest-
um langbest kunn, og þeim þykir mestu
skifta um þau lög, sem þingið gerir og
konungurinn undirskrifar. Menn hugsaum
þau lög, hvort þau séu góð eða ill,
hvort þeirra ílokkur og þeirra blöð hafi
verið þeim hlynt, bvort þeir eigi að hlýða
þeim eða brjóta þau. Þau eru verk þing-
meirihluta, og geta verið eyðilögð næsta
ár af öðrum meirihluta, sem ekki geðjast
að þeim. Þau Iög má ennfremur forðast
á ýmsan hátt, komast hjá broddi þeirra
með hjálp góðra og voldugra vina. Og
að síðustu verða þau gömul, úrelt og deya
ellidauða, þegar hugur og stefna þjóðar-
innar breytist.
Gagnstætt þessu eru náttúrulögin eilíf og
óbreytanleg, eftir því sem nokkuð getur
verið óbreytanlegt. Allir eru jafnir fyrir
þeim, enginn getur flúið hegnandi vald
þeirra, þótt hann búi í djúpum jarð-
ar eða við hin ystu höf. Annaðhvort er
að brjóta þau, og gjalda þess grimmilega
eða blýða þeim og njóta þess margfald-
lega.
Fyrir stuttu var hér sýnt fram á hver
áhrif áreynsla og iðjuleysi hafa á mál-
þroskann. Nú verður reynt í stuttu máli
að rekja áhrif þeirra á velgengni ætta og
ríkisheilda.
Up,»&an?urog SÍálfsagl hafa allir veitt
hnig'iiun eftirtekt bæði í daglegu lifi
stórætta. 0g sögulegum frásögnum,
hversu einstakir ættbálkar rísa skyndilega
til valda, auðlegðar og mannvirðinga,blómg-
ast og drotna um stund, en taka þá að
hnigna uns þeir deya út, eða hverfa í
dreggjum þjóðfélagsins. í fyrstu byrjar
veldi ættarinnar með því, að afburðamað-