Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1913, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.03.1913, Qupperneq 5
SKINFAXI 21 íslensk náttúra. Sprengisandur. Allir þekkja Sprengisand, þennan vold- uga dal, sem tengir saman tvo fjórðunga. I mildu og hlýu landi mundi slíkur dal- ur liafa verið lífœð landsins, alþjóðvegur, þéttbygður, þakinn mannvirkjum, hvívetna mótaður innsigli mannlegrar starfsemi. En því miður er Sprengisandur nokkr- um hundruðum feta of hár, eða meðal- hitinn íslenski nokkrum stigum of lágur til að lífið festi þar rætur. Hann er dauður, leikvöllur blindrar náttúru. Maðurinn á sér þar engar nienjar, nema fáeinar hálf- hrundar vörður og slóðir nokkura ferða- manna. En um mitt sumarið þegar sunnanvind- urinn kemur mjúkur og rakur af hafmu, verður mörgum þungt um andann í bæunum. Hvað er þá annað betra en berast með straumnum, með vindinum norður Sprengisand? Bráttýer Árnessýsla að baki manns. Hekla gnæfir einmana- leg yfir auðnirnar í suðurátt; alt um kring eru sandöldur, smá ár og lækir, sem renna í austur. Meðfram lækjunum er kyrkings- legur gróður. Þetta er afrétt Hreppamanna. Á hægri hönd heyrast þungar drunur úr austri; við og við rofar þar í ljósgráan, iðandi streng. Það er Þjórsá, mesta vatns- fall landsins, sem kemur á móti manni, leggst yfir ])vera götu, ýgld á brún. Fram undan til vinstri má sjá gengum regnmóðuna i Ijósbleika, margskiftatinda og turna Kerlingarfjalla. Bak við þá er Hofs- jökull, sem fornmenn hafa nefnt eftir guðs- húsum sínum, svo formfagur er hann og tilkomumikill, með dökkar rætur, bláhvít- ar hliðar, en að ofan skínandi hvítnr og hreinn. Austan við jökulinn opnar Sprengi- sandur faðminn, dauðagráan, en hinu meg- in sér i brattar, svartar Idiðar Tungufells- jökuls. Skyndilega er maður staddur á grasey við ána upp undir jökli; það er Sóleyar- höfði, nefndursvo eftir gullbránnisem klæðir börðin þar. Dagur er að kvöldi kominn, menn og hestar lúnir og fagna hvíldinni; áin mikil framundan og hugsanlegt að úr henni dragi í næturkulinu. Um nóttina stendur vindurinn af jöklinum, nístandi kaldur, en haglið dynur á tjaldinu. Það hvín í strengjunum og líninu, svo rnann furðar að svo veikir þræðir þola átökin til morguns, þegar dagurinn kernur með hlý- indaregnið og sunnanblæinn. Þrátt fyrir kuldan hefir áin ekki minkað um nóttina; hún er í vexti, ef til vill ekki reið. Hestunum óar við litnum, kuldan- um og straumþunganuni. Við bakkann er undir eins svo djúpt, að lítið vantar til að skelli yfir straummegin, en botninn er jafn og áfram er haldið þó enginn viti, hvað viðtekur á næsta augnabliki. Hest- arnir vaða ágætlega, beita brjóstinu i strauminn og láta ekki vatnsþungann hrekja sig undan neðar í brotið, þar sem það er strangara, dýpra og hættulegra. Þegar yíir er komið skjálfa hestarnir eins hrísla, því ekkert bað er kaldara en leys- ingarvatnið úr undirdjúpum jökulsins. Þeir fara sjálfkrafa á sprett, og fagna að hafa Þjórsá að baki sér. Nú liggur leiðin upp austurbakka árinnar, yíir sandbelfi og gras- eyar, þar sem svanir búa í friði alt sum- arið. Næst Sprengisandi af grasblettum þessum er Eyvindarver, nefnt eftir Fjalla- Eyvindi og Höllu, sem bjuggu þar í mörg ár. Verið er mýrarflói, á stærð við með- al tún; hallar því ofan að Þjórsá. í miðj- um bleltinum eru iágar rústir af býli út- laganna, en ilifært er þangað, svo rótlaus er jarðvegurinn. Vatnið kemur allstaðar fram undan sandinum; jafnvel undan hæð- inni þar sem kofarnir hafa staðið koma þrjár lindir, og eru kindabein niður í þeim. Veggirnir eru enn hnéháir, svo sjá má alla húsaskipun. Hafa þar verið fimm herbergi en öll mjög lítil, innangengt milli þeirra en útidyr á þeim flestum eða öll-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.