Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1913, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.04.1913, Qupperneq 3
SKINFAXl 27 Án þeirra væri ekkert samband til fyrir iandið alt. Það er því skylda vor Ung- mennafélaga að fylkja oss sem þéttast um þessi sameiningaröfl vor, stuðla að því eft- ir rnegni, að hvert félag geti sent fulltrúa á þingin og leitast við að útbreiða Skin- faxa. Svo er að finna fleiri sameiningaröfl, •reyna þau, fylkja sér um þau. Og nú Jæm eg loks að því, sem verða átti aðal- -efni þessarar greinar. Eg las fyrir skömmu í norsku blaði aug- Jýsingu um bréfakvöld. Við það rifjaðist upp fyrir mér samtal, sem eg og núver- eindi sambandsstjóri áttum við Jón Jónas- son barnakennara í Hafnarfirði um sama efni, fyrir einum fjórum árum. Og eg ;skil ekkert í því, að enginn okkar skuli hafa skrifað um þetta í Skinfaxa. Til þess að það skuli ekki gleymast í annað sinn gríp eg tækifærið. 1 norskum Ungmennafélögum eru bréfa- kvöldin algeng. Þau munu vera eitt hið besta sameiningarafl þeirra. Vilji félag fá ýtarlegar fregnir um starfsemi annara fé- Jaga um landið þvert og endilangt, þá aug- Jýsir það, með nokkurra mánaða fyrirvara, að einhvern ákveðinn dag ætli það að bafa bréfakvöld. Birtir það auðvitað um leið utanáskrift sína, og lætur i Ijósi þá ósk •og von, að sem flestir Ungmennafélagar og œskuvinir sendi bréf, með fréttum og •örvandi bróðurkveðjum. Setjum svo, að þetta sé auglýst með þriggja mánaða fyrir- vara. 011 þau bréf, sem félaginu berast á þessu tímabili eru geymd til hins ákveðna kvölds. Þá koma félagsmenn saman og þá eru bréfin lesin. Það má gela nærri, hvort eigi er bæði gagn og gaman að þessu, þegar félaginu berast mörg góð bréf. Það er eins og fé- Jögin færist við jjetta nær hvert öðru. Sameiginleg áhugamál skýrast. Viðkynn- ingin verður meiri og samhygðin. Félög, sem eru svo afskekt, að þeim hættir við að verða eins og lausir liðir í félagsfest- inni, þau festast. Gott bréf getur þannig orðið eins og bróðurhönd framrétt tit vin- áttu, til samheldni, öflugt vopn gegn anda sundrungarinnar, orð i tíma talað. Um hvað á svo að skrifa? Skrifað skal um alt, sem kemur félags- starfseminni við fyrst og fremst. T. d. um skógræktarmál: hvernig unnið sé, hve marg- ar plöntur hafi verið gróðursettar, hvernig nýgræðingnum líði o. s. frv. Og þannig sé einnig skrifað ílarlega uni íþróttamál félagsins, nöfn helstu íþróttamanna séu nefnd. Um húsgerðarmál, um fræðslumál, um allskonar ræktunai'starfsemi sé skrifað á sama hátt, o. fl. o. fl. Myndum vér ekki, ef þetta væri algengt í félagsskap vorum, finna betur til þess en nú gerum vér, að vér erum eða eigum a. m. k. að vera heild með sameiginleg- um fornaldarminningum, í sameiginlegri baráltu. fyrir sameiginlegum framtíðarvon- um? Myndi „sundurlyndisfjandinn“ ekkisjaldn- ar stinga höfðinu upp á rneðal vor, ef þetta væri altítt í félögum vorum um land alt ? Eg er í engum vafa um það. Eg er í engum vafa um, að slík bréfakvöld geta orðið til gagns hér heima, eigi síður en í Noregi. Eg geri ráð fyrir að eitthvað af Ung- mennafélögum hafl skrifast á innbyrðis. Setjum svo að slík föst bréfaviðskifti bafi gengið skrikkjótt. Eg veit að þau eru erf- ið, hefi dæmin fyrir mér. En það má ekki koma þessari hugmynd í koll. Félögin mega ekki mceta lienni með tortryggni. Þau verða að reyna hana áður en þau kveða upp dauðadóm yfir henni. Eg fyrir mitt leyti vona, að heilhuga reynsla hafi alt annað en dauðadóm i för með sér. Best mun að auglýsa í Skinfaxa bafi hann rúm fyrir auglýsingar. Hver vill byrja? Jakob ó. Lárusson.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.