Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1913, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1913, Blaðsíða 4
/ SKINFAXI 44 blasir við blítt og víðáttumikið landslag: Landeyjar breiðast “sem sögnblað máð og lúið“ fyrir neðan mann, í dularfullri fjar- fjarlægð, girtar hvítri rönd — brimbeltinu. I suðri hefjast Vestmannaeyjar í safírblárri hillingamóðu; vestur hverfa föl lönd og glampandi strik ánna; til vinstri handar rikir ljómandi jökulbreiða í óumræðilegri tign, há, hvelfd og tindalaus, bláhvít og ynd- islega græn hér og hvar; niður úr henni kemur langur, dökkur tangi fram á sand- orpnu löndin. Niður á jafnsléttu og svo austur; við ríðum blauta vegi; moldin er feit og frjó- söm, enda ber grasið hátt báðu megin, og alla leið upp Fljótshlíðina fögru, sem nú breiðir græna hallandi teppið sitt til vinstri handar. A milli hennar og Eyjafjallajök- uls er maður eins og, í griðarstóru, tilbreyt- ingamiklu gili: augað fylgir því langt aust- ur þangað til opnast jökulgeimur: bungur ofan á bungum, voða-gjár á milli; alt er þetta bjart og glatt, blítt í tryllingu. Goða- landsjökull heitir þar: já, unaðar-paradis fyrir sterkar sálir. Þegar fer að nálgast Hlíðarenda ætlar Þverá, sem alla leið frá Breiðabólstað lætur heyra til sín, að girða fyrir veg- inn; hún nagar engi og tún, þrengist að manni nær og nær; klappirnar sem við riðum yfir eru þegar dauðadæmdar. Frá Hlíðarenda að sjá, fyllir Eyjaíjallajökullinn augað, svo stórkostlegur er hannaðstærð, lögun, og litum; á einum stað til vinstri teygir sig tær ís-tangi úr honum og niður fjalls-ræturnar. Alt hitt: breiða, gráa slétt- an, stóri og litli Dimon, sjálfar árnar hinar miklu, alt er sem snotur smámynd undir þessum ís-heimi Okkur er bent niður á Gunnarshólma, og svo vísað upp á Gunnarshaug, ómerkt holt fyrir ofan og austan bæinn, með bjargi efst á toppinuin. Við ný-hrunin Hliðarenda- húsin eru sögu-endurminningarnar ekki tregalausar. Hvenær munu Fornöld og nútími falla í arma sem foldin við himinsins bjarma? André Courmont. Fjðrðungsskiftin. Eftir Pál Zóphóniasson. Þrátt fyrir það þó allir ungmennaíé' lagar þekki 2. gr. sambandslaganna, þá vil ég þó byrja mál mitt með þvi að setja hana hér orðrétta: „Landinu skal skift ifjórðunga: Sunn- Iendinga, Vestfirðinga, Norðlendinga og Austfirðingafjórðung. Sunnlendingafjórð- ungur nær frá Skeiðará að Hvítá í Borg- arfirði, Vestfirðingafjórðungur nær þaðan í Hrútafjarðarbotn, Norðlendingafjórðungur nær þaðan að Gunnólfsvík á Langanesi og Austfirðingafjórðungur nær þaðan að Skeiðará. Ungmennafélögin í hverjum fjórðungi eru í sambandi, er nefnist fjórð- ungssamband. — Þó teljast Ungmenna- félögin í Vestfirðingafjórðungi til Sunn- lendingafjórðungs, þangað til þar verður stofnað fjórðungssamband.“ Svo hljóðar þá sú grein sambandslaga okkar sem ákveður, hvar séu takmörk hinna smærri sambanda innan U. M. F. I. í síðasta Skinfaxa, sem ég fékk 10 mair og fór úr Rv. 8. maí, en á stendur „apríl 1913“ en þær fréttir, sem mörgum voru að vísu áður kunnar, að Vestfirðingafjórð- ungur væri myndaður. Og þar er skýrt frá því að: „Fyrir ötula framgöngu ung- mennafélaga á Vestfjörðum, hefir nú ver- ið myndað samband fyrir Vestíirði eina, með undanþágu* sambandsstjóra frá sambandslögum þannig, að takmörkm verða Gilsfjörður og Bitrufjörður.11 Þetta tel ég bæði illa og vel farið. Ég tel þetta illa farið, af því að þetta setur blett á ungmennafélögin. Það er nefnilega * Áherslan hjá mér. P. Z.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.